Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 17

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 17
S U N N A 81 langt út á vatnið og þið, þó að ég sé óvanur að synda«, sagði Maggi litli. En Palli og Geiri vildu ekki fara langt frá landi af því þeir voru ósyndir. Maggi litli synti eins langt út á vatnið og hann gat, en var þá orðinn svo uppgefinn, að hann treysti sér ekki að komast til lands aftur. Honum fór þá ekki að lítast á blikuna, og kallaði á hina drengina, sér til hjálpar, en Svenni var þeirra fljótastur að sjá hvað hann átti að gera, og kom Magga til hjálpar á síðustu stundu og synti með hann að landi. Maggi náði sér mjög fljótt aftur og drengirnir dáðust mjög að snarræði Svenna. Ólafut Bjarnason (12 ára), Austurbæjarskóla Reykjavíkur. Lóan mín. A vorin kemur lóan og ljóðin kveður sín. O, hvað hún er yndisleg, elsku lóan mín. Þá býr hún sér til hreiður og börnin elur sín. O, hvað hún er yndisleg, elsku lóan mín. Eg börnin hennar skoða, er blessuð sólin skín. Ó, hvað hún er yndisleg, elsku lóan mín. Og þegar vetur kemur og kyrjar lögin sín, þá kveður hún mig aftur, elsku lóan mín. Guðrún Ólafsdóttir (12 ára). Strandarskóla norðan Hvalfjarðar.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.