Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 23

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 23
S U N N A 87 Þ. Nei, alls ekki. Það verða miklu fleiri að hugsa um þetta og stelpurnar líka. Þessu máli verður að fresta. Benni. Eg hefi margar uppástungur. Við höfum margir hugsað um þetta. A. Lát oss heyra. Benni. Hleypihjól, töfrakefli, rennisnælda, rennihjól og skólaplága. S. Nei, sjáðu, Bjarni. Þetta er Ijóti leikurinn. Grímur. Hvaða leikur? S. Þessi, að berjast svona með mögunum. Karl. Þetta er oss kennt í kvikmyndahúsunum. Þar er nú ljótt að sjá og gaman að horfa á. S. Ýmislegt er nú fallegt, sem þar er sýnt. K. Jú, en það er mest gaman að því, sem sögulegt er. S. Hvað kallarðu sögulegt? K. Þegar strákunum tekst að Ieika á fullorna fólkið og þegar þeim heppnast strákapörin. S. Góðir drengir vilja ekki sjá það, sem ljótt er. K. Það er nú ekki mikið gaman að vera með þessum góðu drengjum. S. ]æja, þykir þér meira gaman að vera með drengjum eins og honum Tóka, sem farið var með niður á lögreglu- stöð um daginn og sakaður um margt ljótt. K. ]á, miklu meira gaman. Og ég var oft með honum Tóka. S. Tókstu ekki eftir því, að hann var vondur strákur? K. Nei, hann er alls ekki vondur. En hann er sniðugur að herma eftir fullorðna fólkinu. S. Heldur þú að fullorðið fólk geri það, sem hann Tóki gerði? K. Eg held nú ekkert um það. Eg sat oft með honum í kvikmyndahúsum og horfði á margt með honum. S. Hvað horfðuð þið á, til dæmis að taka? K. Við Tóki! Það var nú nokkuð margt. S. ]á jæja, nefndu eitthvað sérstakt. K. Ekki held ég að ég geti verið að því. S. Þá eru þetta öfgar eða það er mont.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.