Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 7

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 7
S U N N A 71 á flótta. Og loks hafa svertingj- arnir rekið upp óp að þessum hvítu andlitum, þegar þau hafa sýnt sig á nýjum slóðum. En hvítu mennirnir hafa haldið áfram að rannsaka og kanna álf- una og komizt sífellt lengra og lengra. Þeir hafa fundið gull og gimsteina og sezt þar að, sem arðvænlegast hefir þótt. Það væri sízt að furða, þótt svert- ingjarnir hötuðu hvítu mennina af öllu hjarta. Þeir hafa orðið fyrir ógurlegu miskunnarleysi af þeim. I Afríku hafa Evrópumenn tíðkað þrælaveiðar. Þeir sigldu skipum sínum suður með vesturströndinni og lögðust við ströndina, þar sem landtaka var góð. Síðan gengu vopnaðir menn á land upp, réðust að svertingjunum, áttu stundum í bardaga við þá, en gátu venjulega tekið fleiri eða færri til fanga, rekið þá til strandar og flutt þá út í skipin. Þeir fóru með þá eins og skepnur, börðu þá og misþyrmdu þeim. Þræl- arnir áttu engis úrkostar, tilfinningar þeirra voru lítilsvirtar, þeir urðu að sjá á bak vinum sínum, bræðrum og systrum, feðrum, mæðrum og börnum um alla æfi. Skipin léttu akker- um og sigldu burtu með svertingjana, til þess að láta þá þræla í námum í Ameríku og við ýmsa aðra óholla og erfiða vinnu. Það var sízt að furða þó að svertingjarnir misskildu menningu þessara hvítu manna. Reyndar hafa ýmsir svertingja-höfðingjar haft þræla og farið illa með þá, látið þá berjast fyrir sig og haldið þeim við aum kjör. Margar af þessum svertingjaættum hafa einnig það villimanna innræti, að lítilsvirða konuna og láta hana vinna baki brotnu. Vmsir svertingjaflokkar hafa félagslega samvinnu og stunda iðnað og verzlun. Þeir búa til áhöld sín úr járni, tré og leiri, búa saman í þorpum, hafa yndi af söng og dansi. Dansar 2. mynd. Kofinn fullgerður. Bast eöa snæri má hafa til þess að bregða milli veggstoðanna.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.