Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 21
S U N N A
85
Samtal.
Sveirm. Af hverju klifrar þú yfir girðinguna?
Bjarni. Af því það er styttra.
S. Þú veizt þó, að það er bannað.
B. Veit ég víst, en ég er á móti öllum bönnum.
S. Það er þó nauðsynlegt að banna.
B. Jæja, en ég geri það helzt, sem mér er bannað.
S. Þá ert þú ekki góður drengur.
B. Nei, sérðu hann Jón þarna með sleikjuna? Oft er nú
búið að banna honum að sjúga þær.
S. Jón, af hverju ertu með sleikju þessa? Manstu ekki,
að þér hefir verið bannað að kaupa sleikjur?
Jón. Eg keypti ekki þessa sleikju.
B. Hnuplaðir þú henni?
J. Nei, ég fann hana.
S. Hvar fannstu hana?
J. Ég fann hana hérna í rennunni. Það hefir einhver týnt
henni.
B. Nei, og það stendur á henni Dísa, í - hí - hí!
S. Fannstu hana í rennunni?
J. Já, víst fann ég hana þar.
S. Og þú sleiktir sleikju hérna upp úr rennunni!
B. Já, og hann Fúsi sleikti hana líka.
S. Þið eruð ljótu sóðarnir.
J. Við þurrkuðum af henni.
B. Með hverju?
J. Við þurrkuðum af henni á brókum okkar.
B. Og sóðarnir!
S. Sjáið hann Gísla, strákar. Hvað er að honum?
Gísli. Jalpi þi me!
B. Hvers vegna lætur þú svona, drengur?
Árni. Það stendar í honum stauturinn!