Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 22

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 22
86 S U N N A S. Hvað kemur til þess? Á. Hann var búinn með sleikjuna og var að leika sér með stautinn og brjóta hann, en þá hrukku brotin svona niður í kverkarnar. S. Árni farðu með strákinn til hjúkrunarkonunnar. Hún nær stautunum með töng. B. Hefir þú nokkurntíma séð jú, jú, Siggi? S. ]ú, jú. B. Þykir þér gaman að því? S. Jú, jú. B. Hvers vegna lætur þú eins og fífl? S. Ég læt ekki eins og fífl. B. Áttu þá jú, jú? S. Jú, jú. B. Hvers vegna svarar þú mér ekki eins og siðaður dreng- ur? Þú ættir að fá hærra í siðferði! Af hverju viltu ekki anza mér? S. Ég er alltaf að segja jú, jú. Er það ekki að anza þér? B. Það er eftir því, hvernig það er tekið. Annars er það mesta vitleysa að láta þetta leikfang heita jú, jú. S. Hvað viltu þá láta það heita? B. Spunakonu, en þú? S. Ég hefi ekki hugsað um það. Gæti það ekki heitið skoppa? Árni. Það hvorki spinnur eða skoppar. S. Jú, það skoppar upp og niður. Á. Ég vil láta leikfang þetta heita snúðu. Þór. Það er ekki svo vitlaust. En það gæti líka heitið hoppa. Baldur. Eina rétta nafnið er snúðvinda. Grímur. Rétt er það, ekki er því að neita. En hvernig væri að láta þetta heita hlaupastelpuna? S. Ekki líkar mér það. Ég vil láta hana heita eintóma vindu, skoppu, flugu, sveiflu, rennu eða goppu. Goppa er nú líklega bezt, því að þetta goppar einmitt upp og niður. S. Já, goppa er allgott. B. Við köllum þá leikfangið goppu.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.