Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 29

Sunna - 01.12.1932, Blaðsíða 29
S U N N A 93 10. Kvikmyndir er merkileg uppgötvun. Þessar myndir geta verið skoplegar, fræðandi, alvarlegar, siðspillandi. Til allrar hamingju hefi ég ekki séð neina siðspillandi mynd. Guðm. Jónsson. Sitt af hverju. Heilræði. Það er mikils virði fyrir líkamann, að maðurinn hafi nægi- lega hreyfingu. Og það hefir líka áhrif á skapið. Það verður betra og glaðara. Sá sem hefir nægilega hreyfingu, hann er heilsugóður og glaðlyndur. Hann verður einnig góðsamur, réttvís og siðlátur. Hann þolir ekki slæmi loft og er ekki í meiri fötum en hann þarf. Hann er hugrakkur og skyldu- rækinn. Hann fer snemma að hátta og snemma á fætur. Hann lifir óbrotnu lífi. Hann eignast hraust afkvæmi og er góður borgari. Lát þú líkamann ekki hrörna við það að synja honum um sjálfsagða hreyfingu. Menn og konur, börn og fullorðið fólk, komið út. Farið á skauta. Rennið á skíðum. Gangið göngur. Hlaupið þér, syndið, leikið og verið glöð. Hreyfing er líf, kyrseta er dauði. Henrik Lund. — 11. J. íslenzkaði. „Jólin koma“ heitir bók, sem er að koma út núna fyrir jólin. Það er ein allra prýðilegasta barnabók, sem íslenzk börn eiga völ á, enda hafa tveir kunnir og snjallir listamenn lagt saman að gera hana úr garði. í bókinni eru barnakvæði eftir jóhannes skáld úr Kötlum, um íslenzkar jólavenjur og jólatrú, jólasveina, jólakött o. s. frv. En kvæðunum fylgja afarskemmtilegar myndir eftir Tryggva Magnússon málara. Getur þar að líta Grýlu og Leppalúða, alla jólasveinana og fleira merkilegt. Þórhallur Bjarnarson prentari gefur bókina út. Sunna vonar, að mörg börn njóti þeirrar gleði, að fá hana í jólagjöf.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.