Dvöl - 01.01.1937, Page 17

Dvöl - 01.01.1937, Page 17
11 D V Ö L og að hans dómi misheppnuðu og úreltu guðshugmyndir og steypt þær upp í nýtt form — búið til úr þeim nýjan hnapp. Hann hefir fleygt gamla Jahve, með á orðnum breytingum, í deigluna og gert nýjan guð, sem hann nefndi alheimstilveru, al- heimsorku, skapandi þróun og alheimsskynsemi. Og svo berst séra Benjamín fyrir þessari guðshugmynd sinni — ekki við þá strangtrúuðu, bib- líuföstu, orthodoxkristnu með- bræður sína, sem vafalaust hafa allt aðrar guðshugmyndir — nei, hann berst við hin orthodoxu vísindi, er hann svo nefnir. Já, svo það eru vísindin, sem eru orthodox, eða rétttrúuð að dæmi sr. B., vegna þess að pau takmarki líf mannsins við hin áþreifanlegu verðmæti, eins og hann kemst að orði. Ég held því hinsvegar fram, að hér sé hugtökum svo bland- að, að það geti að minnsta kosti valdið miklum misskilningi. Og það eitt hefir komið mér til að blanda mér i þessar umræður, að mér þótti ekki rétt að láta slíka fullyrðingu um bókstafstrú vísindanna með öllu ómótmælta. Yísindin eru játningalaus. Þau rannsaka það, sem til greina get- ur komið að fá vitneskju um og skilning á tilverunni. Þau láta guðshugmyndir liggja milli hluta — hvorki játa þeim né neita. Hinsvegar getur hver einr stakur vísindamaður eins og aðrir haft sína skoðun á þeim hlutum. Og ég vil neita því afdráttar- laust, að vísindamenn beri minni lotningu fyrir mikilleik tilver- unnar og leyndardómum, fyrir alheimsorkunni og lögmálum ■hennar en aðrir dauðlegir menn. Þvert á móti sjá þeir, sem lengst hafa skyggnzt, miklu torráðnari gátur í einu sand- korni eða einni líffrumu, heldur en nokkur trúarspekingur hefir í raun og veru skilyrði til. En vísindin munu telja það fyrir utan sitt verksvið að deila um það, hvort Guð sé gráskeggj- aður öldungur, eins og Guð- mundur Friðjónsson lætur Ólöfu í Ási hugsa sér hann, eða hann sé aðeins nafn, eða samnefnari alls þess, er vér ekki þekkjum né skiljum í tilverunni. Hitt er annað mál, að jafrr harðan og vísindunum hefir tek- izt að bæta við skýringu á einni og einni torráðinni gátu, þá hef- ir raknað þáttur úr hinum mikta samnefnara. Því 'verður varla neitað, að kirkjan hefir frá fornu fari cor- veldað frjálsa hugsun og þar með vísindalegar rannsóknir, einmitt af því, að þær hafa rakið marga þætti úr hinni gömlu, frumstæðu guðshugmynd, svo marga þætti, að greindir og ,,frjálslyndir“ guðfræðingar sjá ekki annað ráð en að steypa

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.