Dvöl - 01.01.1937, Page 18

Dvöl - 01.01.1937, Page 18
12 b V Ö L hana upp að nýju og gera hana svo úr garði, að hún rekist ekki verulega á niðurstöður raun- hæfra vísinda. Það er gerð til- raun til að steypa hina fornu guðshugmynd í það form, að hún rekist sem minnst á heil- brigða skynsemi: Guð er nafn, sem vér gefum lífi alheimsins! Ég held nú að það sé mesti misskilningur hjá séra Benjamín að hann þurfi að berjast við bókstafstrúuð vísindi um guðs- hugmynd sína. Skoðanir vísindamanna á t. d. alheimsorkunni munu ekki breytast neitt þótt hún yrði tek- in í guðatölu. Hinsvegar held ég að hinu gamla og góða guðs- nafni væri þar með gefin alger- lega ný merking, sem mér er mikið efamál að ætti miklum vinsældum að fagna hjá strang- trúuðum mönnum hér á landi eða annars staðar. Það er að sjálfsögðu þýðing- atflítið atriði að karpa um gamlar og nýjar guðshugmynd- ir. Kjarni kristindómsins, hið eina, sem getur gefið honum æ- varandi gildi erekkiþarað finna, heldur í kenningum Krists sjálfs — einföldum og óskemmdum af orðskrúði og útþynningu kirkj- unnar fyrr og síðar. Hinn mikli siðbótamaður — Kristur — var svo mikill spámaður, svo vitur og svo langt á undan sinni sam- tíð, að boðskapur hans er ein- mitt nú á dögum í fullu sam- ræmi við þau lög og þá mannúð, sem ætti að ríkja í siðuðu, menntuðu og þar af leiðandi kristnu þjóðfélagi — en gera það aðeins ekki nema að litlu leyti. Og nú spyrja margir, m. a. í þeim erindum, sem flutt verða hér í kvöld, hvert sé í raun og veru ætlunarverk kirkjunnar í framtíðinni, ef hún eigi að verða langlíf í landinu. Þeir spyrja hvort það sé ekki fremur verkefni hennar að láta sér ekkert mannlegt óviðkom- andi hér á jörð heldur en að fást við að halda þokukenndum guðshugmyndum að mönnum og heldur en að halda á lofti ein- stökum setningum, sem hafðar eru eftir Kristi, er aðeins sýna það, að hann var þrátt fyrir allt að nokkru leyti barn sinnar sam- tíðar, en koma að öðru leyti ekki við þeim kjarna í boðskap hans, sem á erindi til vor nú á dögum. J6n Eypórsson. „Deilan um drottinn". Og nú eins og áður menn ætla pað stríð sé einkum um sannleikann háð. En kirkjur, sem ástmeyjar, hyllast páhelzt, scm hafa mest skildingaráð. St. G. St.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.