Dvöl - 01.01.1937, Page 28

Dvöl - 01.01.1937, Page 28
22 D V O L Þau skipti, er ég hefi farið þessa leið, hafði ég ásett mér að telja öll jarðgöngm, sem á leið- inni vóru, en týndi tölunni ætíð áður en hún var hálfnuð. Göng- in eru samtals 178. Ferðin tekur um 13 klst. með hraðlest, sem gengur frá hvorri endastöð, bæði kvölds og morgna. Og Norðmenn halda enn á- fram að leggja járnbrautir, þrátt fyrir það, hve halt þær standa í samkeppninni við bifreiðarnar. Sú, sem hér var unnið að, ligg- ur út frá Mýrdalsstöðinni og á að ná niður að Aurlandsfirði. En þaðan eru skipasamgöngur úr Sognsæ og við byggðarlögin um- hverfis. Fylgdarmaðurinn er okkur sammála um nokkuð hæninn hagnað við þetta stórfellda mannvirki, samanborið við ak- veg, en hann hafði skýringuna á reiðum höndum: Á þessu verki var byrjað fyrir 13 árum síðan, og þá höfðu bifreiðarnar ekki enn sannað eins yfirburði sína umfram önnur samgöngutæki á landi, eins og síðar hefir orðið. Eftir tvö ár á bessari brautar- lagningu að vera lokið. Mikill hluti leiðarinnar eru jarðgöng, gegnum risavaxna fjallamúla. Annars staðar liggur brautin eftir hamrakleifum eða snarbröttum hlíðunum. Á einum stað er leiðin í gormlaga sveigjum inni í berghöfða. — Lengstu göngin eru á 12. hundr- að metra, og er öll brautin ekki nema 20 km. Og hvað skyldi hún kosta? Eina milljón króna á hvern kíló- metra. Það er líkt og að saman væri raðað á rönd tveggja krónu peningum alla þessa leið, svo hvergi væri skarð í. Brautarlagn- ingin kostar með öðrum orðum krónu á hvern millimetra. En hér er líka svo til ætlazt, að nokkuð komi í aðra hönd. — Ferðamannastraumurinn er ör- uggur á þessari leið, svo fögur er hún og stórfengleg, hvert sem litið er. Þegar niður kemur í Flámdalinn, verður hann gróðursælli. Bæir eru á stöku stað, flestir smáir, með lítil tún í kring. Menn standa að slætti innan um stórgrýtið, sem hvar- vetna liggur, eftir hrun úr fjöll- unum. Auk orfs og ljás, sem eru að gerð alveg eins og hjá okkur, er og notaður stór hnífur á skafti. Með annari hendi grípur sláttu- maðurinn um grastoppinn, en ristir hann frá rót með hinni. Við hvern bæ er hverfisteinn, sem bæjarlækurinn er látinn snúa. Landgæðin eru lítil og rýr, skóg- urinn smár, á einstöku stað ligg- ur enn snjór í iægstu hvilftum — leifar eftir snjóflóð frá síð- asta vetri. Yfir dalnum gnæfa 1600 m. há fjöll. Neðst ,eru þau vafin mjúkum gróðri, ofar nakin og þverhnípt, en dragast svo út í

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.