Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 28

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 28
22 D V O L Þau skipti, er ég hefi farið þessa leið, hafði ég ásett mér að telja öll jarðgöngm, sem á leið- inni vóru, en týndi tölunni ætíð áður en hún var hálfnuð. Göng- in eru samtals 178. Ferðin tekur um 13 klst. með hraðlest, sem gengur frá hvorri endastöð, bæði kvölds og morgna. Og Norðmenn halda enn á- fram að leggja járnbrautir, þrátt fyrir það, hve halt þær standa í samkeppninni við bifreiðarnar. Sú, sem hér var unnið að, ligg- ur út frá Mýrdalsstöðinni og á að ná niður að Aurlandsfirði. En þaðan eru skipasamgöngur úr Sognsæ og við byggðarlögin um- hverfis. Fylgdarmaðurinn er okkur sammála um nokkuð hæninn hagnað við þetta stórfellda mannvirki, samanborið við ak- veg, en hann hafði skýringuna á reiðum höndum: Á þessu verki var byrjað fyrir 13 árum síðan, og þá höfðu bifreiðarnar ekki enn sannað eins yfirburði sína umfram önnur samgöngutæki á landi, eins og síðar hefir orðið. Eftir tvö ár á bessari brautar- lagningu að vera lokið. Mikill hluti leiðarinnar eru jarðgöng, gegnum risavaxna fjallamúla. Annars staðar liggur brautin eftir hamrakleifum eða snarbröttum hlíðunum. Á einum stað er leiðin í gormlaga sveigjum inni í berghöfða. — Lengstu göngin eru á 12. hundr- að metra, og er öll brautin ekki nema 20 km. Og hvað skyldi hún kosta? Eina milljón króna á hvern kíló- metra. Það er líkt og að saman væri raðað á rönd tveggja krónu peningum alla þessa leið, svo hvergi væri skarð í. Brautarlagn- ingin kostar með öðrum orðum krónu á hvern millimetra. En hér er líka svo til ætlazt, að nokkuð komi í aðra hönd. — Ferðamannastraumurinn er ör- uggur á þessari leið, svo fögur er hún og stórfengleg, hvert sem litið er. Þegar niður kemur í Flámdalinn, verður hann gróðursælli. Bæir eru á stöku stað, flestir smáir, með lítil tún í kring. Menn standa að slætti innan um stórgrýtið, sem hvar- vetna liggur, eftir hrun úr fjöll- unum. Auk orfs og ljás, sem eru að gerð alveg eins og hjá okkur, er og notaður stór hnífur á skafti. Með annari hendi grípur sláttu- maðurinn um grastoppinn, en ristir hann frá rót með hinni. Við hvern bæ er hverfisteinn, sem bæjarlækurinn er látinn snúa. Landgæðin eru lítil og rýr, skóg- urinn smár, á einstöku stað ligg- ur enn snjór í iægstu hvilftum — leifar eftir snjóflóð frá síð- asta vetri. Yfir dalnum gnæfa 1600 m. há fjöll. Neðst ,eru þau vafin mjúkum gróðri, ofar nakin og þverhnípt, en dragast svo út í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.