Dvöl - 01.01.1937, Page 31

Dvöl - 01.01.1937, Page 31
Met í háflugi Eflir Lion Feuchtwanger Það var 2. júlí, og steikjandi hiti, þegar Victor Crecy undir- foringi lagði af stað kl. 10,20 f. h. til þess að hrinda heimsmet- inu í háflugi, ,en það var 11,702 metrar. Vísindamönnunum var í lófa lagið að reikna út, hvað flug- vél gæti komizt hæst. Hins veg- ar hafði ekki tekizt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á fjöldamörg- um rannsóknastofum, að ákveða með vissu, í hvað mikilli hæð menn gætu lifað. Fimm flugmenn voru nu þegar búnir að gera fyr- irfram skipulagðar og hnitmið- aðar tilraunir til að setja met. Crecy undirforingi var sá sjötti. Vélin hans „Marie Lemaire“ (S. A. III 26) sv,eif í stórum hringum upp í þunnt, storma- samt gufuhvolfið. Því að sterkur austanvindur blés þarna sí og æ, úr því loftið fór að þynnast nokk- uð að ráði. Sjóndeildarhringur- inn hækkaði ásamt vélinni ,,Ma- rie Lemaire“ og fjarlægðist og óskýrðist. Crecy undirforingi hélt hærra og hærra, hægt og gæti- lega. Hann vissi, að mannslíkam- inn þolir ekki að fara í einu vet- fangi upp í svona mikla hæð, lofttómið sýgur miskunnarlaust í sig það litla loft, sem hann hef- ir í fórum sínum, og dregur þann- ig blóðið út úr húðinni. Þótt ferðinni virtist miða hægt upp á við, leið samt ,ekki á löngu áður en undirforinginn var kom- inn upp í hin ísköldu háloft. Eitt og eitt ský varð á vegi hans, snjó- él, sem kom einhvers staðar utan úr víðáttunni og aldrei myndi ná til jarðar .... Aleinn sveif hann áfram. Hæðarstýrið á 280 hestafla vélinni hans var á stöðugri hreyf- ingu, við og við mátti greina blöð skrúfunnar. En flugmaðurinn veitti því enga eftirtekt. Hann hafði ekki augun af mælinga- tækjunum. Það vay langt síðan borgirnar urðu eins og lófastórir blettir og hurfu svo alveg, og árnar eins og grannir þræðir og hurfu líka. Ekkert hljóð heyrð- ist, nema ganghljóð hreyfilsins. Þetta eyðitóm hafði ekkei’t inni að halda, nema hann og vélina hans. Crecy undirforingi var tuttugu og átta ára gamall. Tvisvar hafði hann vakið á sér athygli fyrir frábæran dugnað. Nú hafði hann sett sér það takmark að leggja fyrir Alþjóða-loftferða-samband- ið í París innsigluð mælingatæki,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.