Dvöl - 01.07.1941, Síða 5

Dvöl - 01.07.1941, Síða 5
DVÖL 163 mer, svipur, sem reis hátt yfir fá-* tækt og fornleg klæði. Sumir menn eru fæddir með svo taumlausar hneigðir, að þær gera þá annað hvort góða eða illa, hetj- ur eða hrakmenni. Það var líkast því, að allar sterkar hneigðir hefðu sett mörk sín á þetta aldna andlit. Ég skalf af ótta yfir því, að einhver leifturhugsun kynni skyndilega að birtast í þessum blindu tóftum undir úfnum brún- unum. Á svipaðan hátt mundi ég óttast ræningjahóp, sem kæmi út úr dimmum hellismunna með blys og brugðin sverð. Það var ljón, sem bjó í þessum klefa holds og blóðs. Ljón, sem hafði eitt orku sinni í þýðingarlausa heift við grindur úr köldu stáli. Eldar örvæntingarinn- ar voru löngu kulnaðir. Hraunið var stirðnað, en eldvörpin stóðu opin, dauð og grá, með merki hins mikla umróts, Slíkar voru þær til- finningar, er gamli lúðurþeytarinn vakti mér í brjósti, og það var eins og steinrunnið líf hans bráðnaði -— eins og það losnaði úr viðjum — í minni eigin sál. Fiðlarinn og flautuspilarinn létu sér annt um flöskuna og glösin. Eftir fjörugan dans, hengdu þeir hljóðfæri sín á hnapp á rauðleitu einkennisjökkunum og seildust í drykkjarföngin, sem stóðu á litlu borði yzt í gluggaskansinum. í hvert skipti réttu þeir félaga sínum fullt glas af víni, því að hann náði ekki til borðsins, án þess að hreyfa sig úr stað. Hann kinkaði kolli í þakkarskyni og tók við glasinu, og allar voru þessar hreyfingar jafn mældar og ákveðnar og títt er með- al blindra manna og jafnan vekur furðu þeirra, sem sjáandi eru. Ég færði mig nær í þeim tilgangi að hlusta á tal þeirra, en þeir skynj- uðu fljótt nærveru mína, og eins það, að ég var ekki verkamaður, og þeir hættu samtalinu. „Hvaðan eruð þér?“ spurði ég, „— þér þarna, sem leikið á lúður- inn?“ „Frá Feneyjum“, svaraði hann, og það var ítalskur raddblær í orð- um hans. „Hafið þér alltaf verið blindur, eða kom það síðar?“ „Síðar“, svaraði hann snögglega og tautaði eitthvað meira, sem ég ekki heyrði, fyrir munni sér. „Feneyjar eru víst falleg borg. Mig hefir alltaf langað til að koma þangað“, sagði ég til að segja eitt- hvað. Það kom snögg breyting á svip gamla mannsins. Hrukkur og fell- ingar fóru allar að kvika, og hann varð auðsjáanlega æstur í skapi. „Þú mundir ekki eyða tímanum til einskis, ef ég færi með þér“. „Talið gætilega um Feneyjar við hertogann okkar, ef þér á annað borð viljið, að samtalið taki enda“, sagði fiðlarinn. „Hann er lika á- reiðanlega búinn að innbyrða tvær flöskur nú þegar, sá góði prins, og ekki gerir það hættuna minni“. „Trutt — trutt. Upp með hljóð- færasláttinn", sagði flautarinn og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.