Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 5
DVÖL
163
mer, svipur, sem reis hátt yfir fá-*
tækt og fornleg klæði.
Sumir menn eru fæddir með svo
taumlausar hneigðir, að þær gera
þá annað hvort góða eða illa, hetj-
ur eða hrakmenni. Það var líkast
því, að allar sterkar hneigðir
hefðu sett mörk sín á þetta aldna
andlit. Ég skalf af ótta yfir því,
að einhver leifturhugsun kynni
skyndilega að birtast í þessum
blindu tóftum undir úfnum brún-
unum. Á svipaðan hátt mundi ég
óttast ræningjahóp, sem kæmi út
úr dimmum hellismunna með blys
og brugðin sverð. Það var ljón, sem
bjó í þessum klefa holds og blóðs.
Ljón, sem hafði eitt orku sinni í
þýðingarlausa heift við grindur úr
köldu stáli. Eldar örvæntingarinn-
ar voru löngu kulnaðir. Hraunið
var stirðnað, en eldvörpin stóðu
opin, dauð og grá, með merki hins
mikla umróts, Slíkar voru þær til-
finningar, er gamli lúðurþeytarinn
vakti mér í brjósti, og það var eins
og steinrunnið líf hans bráðnaði
-— eins og það losnaði úr viðjum —
í minni eigin sál.
Fiðlarinn og flautuspilarinn létu
sér annt um flöskuna og glösin.
Eftir fjörugan dans, hengdu þeir
hljóðfæri sín á hnapp á rauðleitu
einkennisjökkunum og seildust í
drykkjarföngin, sem stóðu á litlu
borði yzt í gluggaskansinum. í
hvert skipti réttu þeir félaga sínum
fullt glas af víni, því að hann náði
ekki til borðsins, án þess að hreyfa
sig úr stað. Hann kinkaði kolli í
þakkarskyni og tók við glasinu, og
allar voru þessar hreyfingar jafn
mældar og ákveðnar og títt er með-
al blindra manna og jafnan vekur
furðu þeirra, sem sjáandi eru. Ég
færði mig nær í þeim tilgangi að
hlusta á tal þeirra, en þeir skynj-
uðu fljótt nærveru mína, og eins
það, að ég var ekki verkamaður, og
þeir hættu samtalinu.
„Hvaðan eruð þér?“ spurði ég,
„— þér þarna, sem leikið á lúður-
inn?“
„Frá Feneyjum“, svaraði hann,
og það var ítalskur raddblær í orð-
um hans.
„Hafið þér alltaf verið blindur,
eða kom það síðar?“
„Síðar“, svaraði hann snögglega
og tautaði eitthvað meira, sem ég
ekki heyrði, fyrir munni sér.
„Feneyjar eru víst falleg borg.
Mig hefir alltaf langað til að koma
þangað“, sagði ég til að segja eitt-
hvað.
Það kom snögg breyting á svip
gamla mannsins. Hrukkur og fell-
ingar fóru allar að kvika, og hann
varð auðsjáanlega æstur í skapi.
„Þú mundir ekki eyða tímanum
til einskis, ef ég færi með þér“.
„Talið gætilega um Feneyjar við
hertogann okkar, ef þér á annað
borð viljið, að samtalið taki enda“,
sagði fiðlarinn. „Hann er lika á-
reiðanlega búinn að innbyrða tvær
flöskur nú þegar, sá góði prins, og
ekki gerir það hættuna minni“.
„Trutt — trutt. Upp með hljóð-
færasláttinn", sagði flautarinn og