Dvöl - 01.07.1941, Side 14

Dvöl - 01.07.1941, Side 14
Hans eru fjötrar helzti slakir; hælum sparkar í Jarðar kvið. Ófyrirsynju gáfu grið goðin honum — að tjaldabaki. Öfl, sem stunda að eyðileggja auðlegð, róma Loka starf. Hlakkar í þeim við hundrað veggja hrun, og dýrra minja hvarf. Þegar skarðar þjóða arf þau, á sína vísu, hneggja. Jötunkraftar í jarðar iðri jörmunelfdir fara á kreik. Eldar í hömlum undir niðri ala á þessum hildarleik. Fara nú í feluleik flæðisker á vortíð miðri. Sýknum lýð hefir bylting búið bölvun — þvílík hryggðarmynd! Frjórri jörð í flag hefir snúið fólska, að vísu dumb og blind. Hagsæld út í veður og vind vítiskrafta hefir flúið. Þegar við augum bylting blasir, bregður grönum lymskur Ás. Hús verða eins og hrumar snasir, hurðir segja upp meiddum lás.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.