Dvöl - 01.07.1941, Page 16

Dvöl - 01.07.1941, Page 16
174 DVÖI Öskfuför Eftlr Jón JBjariiagon SumariS 1930 er ég í Viðikeri, þar sem fjallablærinn er hressandi og öræfin heilla með sínu dulda seið- magni. Eins og nærri má geta stenzt ég ekki seið fjallana, heldur gríp ég tækifærið, þegar það býðst. Það er í ágúst. Loftið er þrungið eftir sólskin dagsins, og úti við sjóndeildarhringinn blika sólroðin ský. í kvöld ætlum við að leggja af stað upp í Öskju. Við erum þrjú: Skozk stúlka, sem ég kalla ísabellu, og hennar vegna er ferðin farin, Tryggvi gamli, sem hún hefir feng- ið til fylgdar.og ég.sem fæ að fljóta með. Þau geta ekki talazt við, en hún hefir dvalið á Grænlandi og lært þar dönsku, svo að ég get talað við hana og er því nauðsynlegur milliliður og kærkominn báðum. Öræfin draga mig til sín með ótrú- legu seiðmagni. Hestarnir eru komnir heim, fimm að tölu. Það er lagt á þá. Við kveðj- um fólkið og höldum af stað. — Tryggvi ríður á undan á Pílu. Gamli Gráni og Stjarni eru undir reiðing- um, með farangur okkar, sem er aðallega hey handa hestunum. Stúlkan ríður á Neista og ég á Nýja-Grána. Hann prjónar með mig á hlaðinu, svo að mér lízt ekki á blikuna, en klárinn stillist fljótt. Við höldum suður ásana frá Víði- keri, öll í halarófu, og förum hægt.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.