Dvöl - 01.07.1941, Page 18
176
DVÖL
í suðaustur, og innan stundar kom-
um við að Suðrá aftur, þar sem hún
rennur ofanjarðar. Götur. eru
engar, þegar dregur inn í hraunið.
Þetta er helluhraun og allóslétt.
Tryggvi þræðir lægðirnar. Það hefir
fokið í þær sandur, og það er því
mýkra undir fæti. Við komum að
gamalli hraunbrún og fylgjum
henni um skeið. Hún stefnir beint
á noröausturhorn Dyngjufjalla. —
Nýrra hraunið er sunnan og vestan
við okkur og ber allhátt. Sandur
hefir fokið í löggina meðfram
hraunbrúninni og er þar því all-
góður vegur. Brátt beygir hraun-
brúnin til suðurs og sleppum við
henni þá, en tökum steínuna á
Dyngjufjöll.
Nú tekur við vandrataðasti kafli
leiðarinnar um hraunið, því að
hér er ekkert til að glöggva sig á.
Enn er yfir helluhraun að fara, og
við verðum ekki vör við sprungur,
svo að leiðin er ekki hættuleg. Það
er farið að birta allmikið, og ég fer
að svipast um eftir gróðri. En hér
er bókstaflega enginn gróður, ekki
einu sinni mosi né skóf. Ég minnist
orða skáldsins um hraunið:
„Sérðu blómstur, sérðu strá,
sérðu gróður jörðu á?
— Eilíf, eilíf ógn og hrjóstur."
Meðfram Dyngjufjöllum er all-
breitt sandbelti. Þar látum við klár-
ana brokka, því að leiðin er löng og
okkur sækist seint. Enn erum við
ekki tekin að þreytast að mun. En
ef til vill er í okkur þreytukvíði.
Uppi við fjöllin er ofurlítil meltó.
Þar er áð og hestarnir fá að grípa
niður. Við þurfum líka að fá okkur
hressingu. Hestarnir eru ókyrrir.
Þeir fella sig ekki við melinn. Við
stönzum því aðeins stutta stund.
Höldum senn af stað austur með
fjöllunum, eftir greiðfærum og
mjúkum sandinum og förum greitt.
Dyngjufjalladalur opnast nú til
suðurs. — Hann klýfur Vestur-
Dyngjufjöll frá aðalfjöllunum. Hér
eru vegamót á vegleysum. Tryggvi
ráðfærir sig við okkur, hvort fara
skuli Dynjufjalladal og riða alla
leið niður að Öskjuvatni, sem er í
Öskju sunnan- og austanverðri, eða
að fara Jónsskarð, sem liggur í
austur í gegnum fjöllin í Öskju
norðvestanverða. Sú leið er allmikið
styttri. Sá á kvölina, sem á völina.
Við vitum ekki, hvað segja skal. í
raun og veru langar mig meira til
þess að koma að vatninu, en ég vil
ekki kjósa. Tryggvi vill heldur fara
skarðið, og hann ræður.
Við erum komin spölkorn austur
fyrir dalsmynnið. Til vinstri handar
við okkur er strýtumyndað mó-
bergsfell, Lockstindur. Sólin er að
koma upp. Undir þessum tindi gisti
enskur ferðamaður og brennisteins-
útflytjandi eina stórhríðarnótt á
ofanverðri öldinni sem leið. Hvað
dró hann að fjöllunum? Ekki hags-
von eða frýjuorð annarra, heldur
þráin eftir hinu óþekkta. Heiður
sé þér, mannsandi. Þú glímir við
gáturnar og lætur einkis ófreistað
til þess að fá þær ráðnar. Til þess
getur þú fórnað öllu. En hvenær