Dvöl - 01.07.1941, Page 28

Dvöl - 01.07.1941, Page 28
186 D VÖL aður. Hendur hans báru vott um stranga vinnu. Hann gat ekki rétt alveg úr þeim, svo að það leit út fyrir, að hann hefði erfiðað mikið um dagana. Ennþá var hann fíl- hraustur, þótt hann væri hvítur fyrir hærum. Eftir hálfsmánaðartíma fór Lavst Eiríksson að stunda vinnu. — Það sýndi sig, að hann var vel liðtækur til allra verka, ef aðeins menn gátu fengið hann til þess að vera ekki stöðugt að endurbæta, og bollaleggja um áhöld öll og að- ferðir. Ekkert var eins og það átti að vera, og ekkert fannst honum ganga nógu vel. Hann lét hestana brokka, þegar hann ók út mykj- unni, ef honum var leyft það. Gneistarnir hrukku af tinnustein- unum, þegar hann var að plægja. Hreyfingar hans voru eins og hann kæmi úr eldsvoða og væri að sækja ljósmóður. Menn hlógu íbyggnir að honum. Hann var kaldranaleg- ur og stuttur í spuna, þó að eng- inn legði neitt misjafnt til hans, og menn hentu líka gaman að því. Menn hermdu eftir hvefsni hans. Það var lengi siður að hreyta út á milli tannanna „naw“, þegar menn voru spurðir um eitthvað og vildu vera fyndnir. Hann varð enn þögulli, þegar hann fann, að hann var álitinn sérvitringur. Gætið fólk bar samt virðingu fyr- ir gullnemanum. Auðséð var, að hann hafði lært meira í Vestur- heimi en hann lét uppi. Eitt sinn átti að fella stórt og gamalt tré á bæ einum. Gullneminn var stadd- ur þar af tilviljun. Hann tók öx- ina, sem auðvitað var ekki nógu góð, en þá var sjón að sjá hann! Augun tindruðu. Hann gekk um- hverfis tréð og beitti öxinni eins og skilmingamaður, sem skipt.ir um stöðu og leitar lags. Það var furðulegt að sjá, hvernig hann handlék öxi. Hann var laginn og hafði tamið sér alls konar listir, þar sem hann hafði verið. Ný að- ferð, sem hann kenndi fólki við að hnýta saman reipi, hélzt við í sveitinni, og var sá hnútur nefnd- ur „gullnemahnútur“. Það var venjulegt hálfbragð. Hann var góður veiðimaður og skaut mikið af öndum úti á firðinum. Sagt var, að hann ginnti þær nær með því að garga eins og önd, og það þótti mörgum ískyggilegt. Hann átti kynlegt úr, sem sýndi bæði mán- uðina og dagana í árinu. Enginn skildi, hvernig hægt væri að láta klukku ganga svo lengi. Þegar gullneminn hafði veriö nokkra mánuði heima, fór hann að grafa upp kalkleir. Frá fyrstu tíð höfðu það aðeins verið djarfir náungar, sem gáfu sig í það. Kalk-- leirsgrafari var álitinn harðjaxl í fyllsta mæli. Kalkleirinn er tekinn upp á tvennan hátt: annað hvort í opn- um gröfum, sem allt af er hætt við að falli saman, eða í lokuðum göngum, en það álíta kunnugir ör- uggara. Þá er aðeins gerð dálítil hola niður í leirlagið. Niðri í henni

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.