Dvöl - 01.07.1941, Page 31
D VÖL
189
ellinni. Hann vildi fá drenginn
sinn aftur; það var allt og sumt,
sem gullneminn bað um. En And-
rés smiður sá enga ástæðu til hlý-
legrar framkomu. Ekki svo að
skilja, að hann bæri þungan hug
til föður síns fyrir það, að hann
hafði á sínum tíma strokið frá
þeim mæðginunum, enda mundi
hann ekkert eftir því, og yfirleitt
var ekki til hjá Andrési smið sú
hvöt að rísa gegn ranglætinu. Ef
til vill hafði það verið gert í góð-
um tilgangi. Dag nokkurn sagði
faðirinn eitthvað í þá átt — og
hann gat haft nokkuð til síns máls
— að það væri ekki svo fjarri lagi
að freista gæfunnar erlendis, þeg-
ar þess væri meinað heima. ÞaÖ
Var ekki vist, að Lavst Eiríksson
hefði haft í hyggju að yfirgefa
konu og barn fyrir fullt og allt.
Það gat hafa verið hugmyndin aö
fara burtu og koma aftur heim,
fjáður og vel megandi, ef vel gengi.
Það var vandalaust að jafna málið,
hvað þá hlið snerti. En Andrés
smiður beið, og hafði tíma til að
bíða þess, að gamli maðurinn léti
eitthvað uppskátt um heimkomu
sína, hvort hann myndi verða
byrði eða hvað. En Lavst Eiríkson
vildi sízt af öllu hreyfa þeirri hliö
hiálsins. Það var eins og hann
hefði eins konar eðlisávísun, sem
réði honum til þess að reyna son-
inn með því að þegja um ástæður
sínar. Og þess vegna fór svo, að
heir hófu aldrei máls á þessu í ein-
iægni.
Gullneminn, sem hversdagslega
var ramefldur og ódrepandi
vinnuþjarkur, líktist gömlum
manni á hverjum sunnudegi, þeg-
ar hann nálægðist smiðshúsið.
Hann var þá ekki í þessum ein-
kennilegu, amerísku vinnufötum,
samfestingnum, heldur bláum
jakka með gljáandi hnöppum og
brjósthlíf. Hann kom alltaf um
níu-leytið og jafn stundvíslega
sást hann ganga frá húsi sonar
síns klukkan tíu, þegar farið var í
kirkjuna. Lavst kom aldrei í
kirkju. Hann fór ávallt beint heim
til sín. Fólk, sem mætti honum,
heyrði, að hann talaði við sjálfan
sig. Hann horfði niður fyrir fætur
sér. En enginn skildi hvað hann
sagði, því að við sjálfan sig talaði
hann ensku. Það spunnust um
hann sögur, þetta ár þarna í
sveitinni. Enginn kynntist hon-
um.
En þó að Lavst Eiríksson hefði
orðið kaldmáll og stuttur í
spuna úti í hinum ókunnu lönd-
um, átti hann þó til meira af
mildi og hlýju en venjulegt
bændafólk. Það sást á því, hve
stundvíslega og dyggilega hann
kom í bæinn sunnudag eftir
sunnudag og gekk inn í vinnu-
stofuna, þar sem þessi langi og
linjulegi kistusmiður stóð og hefl-
aði, sneri að honum bognu bakinu,
þagði og lét sem hann væri ekki til.
Svo þegar gullneminn stóð
þarna kyrr og sonurinn næstum
gleymdi honum, varð hörkulegt