Dvöl - 01.07.1941, Síða 34

Dvöl - 01.07.1941, Síða 34
192 D VÖL Olöf í Vík — Þættir úr lífi alþýðukonu - Kftir Gnðbjðrga Jónndóttnr fró Rroddanesi Það er varla hægt að hugsa sér, að þeir eigi sér mikla eða langa sögu, sem alltaf hafa, að kalla má, verið á sama blettinum. Átt- ræð kona, sem verið hefir í sömu litlu sveitinni mestan hluta æf- innar, mun að sumra áliti ekki hafa frá miklum atburðum að segja né hafa lifað sögulegu og eftir- tektarverðu lífi. Þó á þetta sér stað, jafnvel í út- kjálkahéruðum, ef til vill helzt þar. Það ber lítið á gróðrinum þar sem næðingar blása. Þar eru það ekki nema harðgerðustu jurtirnar, sem lifa og þroskast. Kona sú, er ég skrifa hér um, heitir Ólöf. Foreldrar hennar, Jón og Guðrún, bjuggu á Bræðra- brekku við Bitrufjörð. Þar er Ólöf fædd og uppalin. Foreldrar henn- ar voru vönduð og merk I alla staði, tápmikil og dugleg. Þannig reyndust líka börn þeirra. Tvo bræður Ólafar þekkti ég nokkuð; þeir hétu Oddur og Magnús. Þeir voru báðir afburjða dugnaðar- menn, og það sæti þótti vel skip- að, er þeir fylltu, hvort heldur var á sjó eða landi. Menntun fengu þau systkin enga. Það var ekki sið- ur þá, að láta börn og unglinga læra annað en kverið og að draga til stafa, eftir því sem löngun og hæfileikar voru til. Undirstöðuatriði uppeldisins í gamla daga voru fólgin í trú, guðstrausti og vinnu, en ekki skóla- menntun. Þetta tvennt var Brekku- börnunum innrætt og fengið í veganesti, eins og öðrum ungling- um. Oft voru þessar gjafir ein- asti heimamundurinn frá foreldr- unum, og hann reyndist oft nota- drjúgur, þótt misjafnt sé, hvað fólki verður úr góðum gjöfum. í æsku minni heyrði ég talað um, að sungnir hefðu verið fimmt- án sálmar á aðfangadagskvöldið hjá þeim, gömlu Brekkuhjónunum, Jóni og Guðrúnu. Þetta þótti bera vott um mikla og fölskvalausa guðsdýrkun. Þar var ekkert jóla- tré til þess að dansa í kringum, þau voru þá óþekkt í sveitum, en hugirnir voru fullir lotningar og tilbeiðslu, sem fékk útrás í þessum óbreytta sálmasöng. Og ef maður hugsar sér, að allt á heimilinu hafi verið eftir þessu, allt mótað af inni- legri trú og guðsdýrkun, þá skilst vel hvers vegna börnin eru svo vel fær til að lifa lífinu, hvernig sem kringumstæðurnar breytast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.