Dvöl - 01.07.1941, Side 42

Dvöl - 01.07.1941, Side 42
200 léttara aö líta með góöum huga fram á þann stutta veg, sem eftir er, og hneigja höfuöið hugrór í síðasta sinn. Fáir reyna miklar sorgir, án þess að bíða aö einhverju leyti tjón á skaplyndi sínu, þótt vitað sé, að hinir svokölluðu smámunir hafa oft meiri eyðileggingu í för með sér. Það eru ekki mestu stormarnir eða byljirnir, sem eyða fallegu grasgeirunum í hlíðum dalanna, heldur aurskriðurnar, sem renna um þær. Eins er það með smámuni hversdagslífsins. Þeir eitra sambúð manna oftar en skyldi og uppræta margan góðan andans gróður. En þetta mun Ólöf naumast þekkja. Öllu þess háttar hafa ástvinir hennar og samferðamenn bægt frá henni. Almenningsálitið hefir líka verið henni í vil og virðing ann- arra. Enginn hefir viljað stíga á það strá, sem henni mætti miður líka. Og jvo má heita, að hún hafi alla æfi verið heilsugóð, og það er eitt af því, sem varpar ljóma á æfi- brautina. Vorið 1927 fluttu þau Skúli og Ólöf að Guðlaugsvík við Hrúta- fjörð. Þá yfirgaf Ólöf Þambárvelli — að því er séð varð — eftir margra ára sigursæla veru. En sorgin var henni trú. Hún fylgdi henni inn að Vík. Skúli dó 28. dag marzmánaðar 1937. Ennþá brostið band. Það varð enginn héraðsbrestur við lát Skúla. Hann var enginn hávaðamaður, heldur lét lítt á sér bera. En mikill missir var fráfall hans, svo að al- D VÖL drei verður vegið né metið. Helgi, sonur þeirra hjóna, bjó þá í Vík og býr þar enn. Kona hans heitir Anna. Þegar Skúli dó, létu hjónin, Helgi og Anna, lítinn dreng, sem þau áttu, sofa inni í herberginu hjá ömmu sinni, henni til skemmtun- ar. Rúmu ári síðar dó þessi litli drengur, öllum sínum til mikillar sorgar, en amma gaf guði dreng- inn sinn, í sælli von um samfundi síðar. Hún veit, að lífið er marg- þætt, og enginn skynjar, hver þátt- urinn veröur sterkastur í framtíð- inni. Mundi ekki margur segja sem svo: Nú er komiö nóg af sorgum. Það finnst okkur, sem mælum allt á jarðneskan mælikvarða. Samt snjóaði allmikið á gluggann hjá Ólöfu einu sinni enn. 28. janúar 1940 andaðist Kristján sonur henn- ar eftir þunga legu. Hann var bú- inn að vera á Þambárvöllum mest- an hluta æfi sinnar. Með honum féll ein af hinum fornu stoðum þess góða heimilis. Ég ætla ekki að leiða neinum getum að því, hvenær Ólöf hefir misst mest, Mín sál getur ekki kafað þvílíkt hyl- dýpi. Um Kristján mætti margt gott segja, en það hafa aðrir gert, sem betur kunnu. Ég þekkti hann bezt sem lítinn, glaðan dreng, er kom til þess að finna bróður sinn. Þá var gestinum skemmt með spila- mennsku. Nú eru þeir dagar löngu liðnir.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.