Dvöl - 01.07.1941, Page 54

Dvöl - 01.07.1941, Page 54
212 D VÖL um. Það dugði, því að Rory þótti orðið gaman að leika strákinn og vildi ógjarna láta af því. Hann rakaði sig á hverjum morgni, áð- ur en verkamennirnir komu á fætur, og Tim gat ekki varizt því, að hann kunni ávallt hálf illa við þetta. Tíminn leið, og Tim O’Hara tók að safna fé. Nú var hann hættur að taka þátt í drykkjuskap félaga sinna, óttaðist að verða þá ófær að fást við Rory. Önnur óregla fór sömu leið og drykkjuskapurinn, og innan skamms var Tim O’Hara orðinn kunnur að stöðuglyndi og áreiðanleik. Svo var það einn morgun, að hann vaknaði snemma. Dvergur- inn var búinn að raka sig og sat með krosslagða fætur, og hlátur- inn krymti í honum. „Hvað er það, sem kætir þig svona snemma morguns?" spurði Tim. „Ohó,“ sagði dvergurinn. „Ég er nú aðeins að hugsa um, hvað vinna okkar verði ógurlega erfið, þegar brautin er orðin tíu mílum lengri.“ „Hvers vegna ætti vinnan að verða erfiðari þá en hún er nú?“ spurði Tim. „Það er nú svo sem ekkert. En verkfræðingafíflin hafa ákveðið að leggja brautina einmitt þar, sem miklar vatnsæðar eru fólgnar rétt undir yfirborðinu. Þegar við för- um að grafa þar, verður skrattinn laus.“ „Veiztu þetta með vissu?“ „Hví skyldi ég ekki vita það? Ég, sem heyri til vatnsins niðri í jörð- inni.“ „Hvað eigum við þá að gera?“ spurði Tim. „Færa brautina svo sem hálfa mílu til vesturs; þar er ágætt brautarstæði," sagði dvergurinn. „En þeir eru alltof heimskir til þess að detta það í hug,“ bætti hann við og skellihló. Tim lézt ekki gefa þessu neinn gaum að sinni. En í hádegishlé- inu gekk hann á fund aðstoðar- verkfræðingsins, sem þarna var. Tim hefði ekki áður fyrr fengið áheyrn hjá honum, en nú var hann þekktur að gætni og reglu- semi. Hann sagði ekki hvaðan hann hefði fengið þessa vitneskju um vatnið, en þóttist hafa séð sams konar jarðlag heima á ír- landi og draga dæmið af því. Verkfræðingurinn hlýddi á hann, lét framkvæma athuganir, og hinar huldu vatnsæðar fund- ust. „Þetta var vel af sér vikið, 0’Hara,“ sagði verkfræðingurinn. „Þú hefir sparað okkur bæði fé og fyrirhöfn. Hvað segðir þú um að verða verkstjóri yfir dálitlum flokki?“ „Ég hefði ekki nema gott eitt um það að segja,“ sagði Tim. „Þú ert þá hér með skipaður verkstjóri yfir fimmta flokknum,“ sagði verkfræðingurinn. ,JÉg skal hafa auga með þér. Fyrst eftir að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.