Dvöl - 01.07.1941, Page 57

Dvöl - 01.07.1941, Page 57
D VÖL 215 æpa, og Pat muldraði eitthvað um lögregluna, en Tim þaggaði niður í þeim báðum. „Mynduð þið gefa mótmælanda, sem ekur hestvagni, dóttur ykkar, ef hún ætti þess kost að giftast manni, sem síðar meir yrði yfir- maður allra járnbrautanna," sagði hann og dró um leið upp peninga sína og bréfið, sem hét honum starfi við járnbrautirnar. Við þetta létu þau nokkuð sef- ast, enda tók að breytast í þeim hljóðið, þegar þau höfðu virt Tim sjálfan betur fyrir sér. Hann hélt á glæsilegum hatti í hendinni, svo að ekki sé minnzt á nýju, bláu fötin hans né næluna í hálsbind- inu. Það var svo sem auðséð, að hann var uppgangsmaður.4' Þau fóru að koma mótmælandanum út, og hann fór ekki af fúsum vilja, en hann hafði fengið sína ráðn- ingu og hlaut að víkja. Tim fór að segja frá æfintýrum sínum. Sögurnar rýrnuðu ekki í meðförum hans, en hann talaði ekki um dverginn, því að honum fannst rétt aö láta það bíða betri tíma. Að lokum bauð Pat Malone honum vindil. „En ég hefi þá engan vindilinn á mér,“ bætti hann við. „Ég ætla að skjótast hérna niður á hornið.“ „Það er bezt að ég fari með þér,“ sagði gamla konan. „Ef herra O’Hara ætlar að bíða eftir kvöld- matnum — og honum er það meira en velkomið, þá þarf ég að kaupa eitthvað smávegis." Svo fóru gömlu hjónin, og ef þau Kitty og Tim hafa ekki haft neitt annað um að ræða en for- setakosningar, þá er ég illa svik- inn. En svo var barið að dyrum, er þau voru sem óðast að skrafa og bollaleggja um framtíðina. „Hvað er nú þetta?“ sagði Kitty, en Tim vissi vel hvað á seyði var, og honum varð ekki um sel. Hann opnaði dyrnar, og víst var dverg- urinn þarna kominn. „Jæja, Tim frændi,“ sagði hann og glotti. „Þá er ég kominn.“ Tim O’Hara leit á dverginn eins og hann sæi hann nú í fyrsta sinn. Hann var að vísu í nýjum fötum, en hann var sótugur í framan og skyrtukraginn var alsettur fingra- förum. En það var minnst um vert. í augum ókunnugra hlaut hann ávallt að vera ólíkur venjulegum kristnum manneskjum. Tim O’Hara vissi, að það væri erfitt að útskýra þetta fyrir Kitty. Hann kingdi og sagði svo: „Kitty. Ég var víst ekki búinn að segja þér frá þvi, en þetta er hann Rory litli, frændi minn, sem dvelur hjá mér.“ Kitty bauð dverginn velkominn, svo vel, sem á varð kosið, en Tim sá, að hún leit rannsóknaraugum á hann í laumi. Hún gaf honum væna kökusneið, og dvergurinn braut hana niður með fingrunum, en sagði svo við Kitty, mitt í þess- um önnum sínum: „Ertu ákveðin í því að eiga hann Tim frænda minn? Það ættir þú

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.