Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 59
D VÖL 217 heiðarleg. En segðu mér ennþá eitt: Ætlar þú að þjóna þessari konu þinni og heiðra hana alla æfi?“ „Það er ætlan mín,“ sagði Tim. „En hvað það kemur þér-------- .“ „Sleppum því,“ sagði dvergur- inn. „Skóreim þín er óhnýtt, mikli maður. Skipaðu mér að binda hana.“ „Bittu skóreimina mína, bölvað smurðlingsillyrmið þitt,“ þrumaði Tim O’Hara. Dvergurinn framkvæmdi skipun- ina, en stökk svo upp og dansaði um stofuna. „Frjáls, frjáls,“ hrópaði hann. „Loksins frjáls! Nú hefi ég þjónað þjóni þjónsins, og dómurinn hefir ekkert vald yfir mér framar. Frjáls, Tim O’Hara. Lánfylgja O’Hara-ættarinnar er frjáls.“ Tim O’Hara starði agndofa á dverginn, en svo virtist honum, sem hann breytti svip. Hann var sannarlega lítill og stráksleg- ur, en hið óhugnanlaga hvarf og svipur hinnar kristnu sálar sást birtast í augum hans. Þetta var furðuleg sjón og sannarlega mikils um verð. „Jæja“, sagði Tim, og var nú búinn að ná sér. „Ég samgleðst þér, Rory. Nú ferð þú sennilega aftur til Clonmelly, og þú hefir sannarlega unnið fyrir því“. Dvergurinn hristi höfuðið. „Clonmelly er að vísu kyrlátur og ágætur staður“, segði hann. „En þetta land er máttugra. Ég geri ráð fyrir, að það sé andrúmsloftinu að þakka — og þú hefir sennilega ekki tekið eftir því — en ég hefi hækkað um hálfan annan þuml- ung, síðan við sáumst fyrst, og mér finnst ég vera ennþá að stækka. Nei, ég fer til námanna vestur frá, til þess að fylgja minni köllun. Það er sagt, að þar séu víðáttumiklar námur. Og hvort mér þætti gaman að koma þar! En vel á minnst, Tim O’Hara", bætti hann svo við. „Ég sagði þér ekki alveg satt, þegar við ræddum um gullsjóðinn. Þú finnur þinn hluta bak við hurðina, þegar ég er farinn. Og nú óska ég þér vel- farnaðar og langra lífdaga“. „En góði maður“, sagði Tim O’Hara. „Þú ert þó ekki að kveðja fyrir fullt og allt?“ Nú skildi hann fyrst, hvað honum þótti í raun og veru vænt um þessa litlu, undar- legu veru. „Nei, ekki fyrir fullt og allt“, sagði dvergurinn. „Ég verð hjá vöggunni, þegar þú lætur skíra fyrsta son þinn, en þú munt ekki sjá mig. Og þannig verður það með sonarsyni þína, þeirra syni og son- arsyni, því að lán O’Hara-ættar- innar er aðeins að hefjast. En við skiljum í bráðina, því að nú — þegar ég hefi öðlast kristna sál — hefi ég starfi að gegna í heim- inum“. „Bíddu andartak“, sagði Tim O’Hara. „Þú veizt ekki, hvers með þarf, sem ekki er von, jafn ung og sál þín er. Og þú mætir áreiðan- lega prestum á leið þinni, en leik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.