Dvöl - 01.07.1941, Side 60

Dvöl - 01.07.1941, Side 60
218 maður má framkvæma athöfnina, þegar mikið liggur við, og mér finnst, að þannig sé ástatt núna. Ég þori ekki að láta þig yfirgefa mig óskírðan". Tim O’Hara gerði krossmark yfir dvergnum og skírði hann. Hann nefndi hann Rory Patrik. „Þetta er að vísu ekki gert eftir kúnstarinnar reglum“, sagði hann að lokum. „En ég meinti það vel“. „Ég er þér þakklátur“, sagði dvergurinn. „Og hafi verið um skuld að ræða, þá ertu búinn að greiða hana og meira en það“ Að svo mæltu hvarf dvergurinn einhvern veginn, og Tim var orð- inn einn eftir í stofunni. Hann neri augun. En á bak við hurðina var lítill poki, eins og dvergurinn hafði sagt, og Kitty var að koma inn með kökusneið á diski. „Jæja, Tim“, sagði hún. „Hvar er nú hann frændi þinn litli?“ Þá tók hann hana í faðm sinn og sagði henni alla söguna. Ég veit ekki, hve miklu hún trúði af því. En eitt er eftirtektarvert: Síð- an þetta skeði, hefir ávallt verið einn Rory O’Hara í ættinni og hann ennþá lánsamari en allir hinir. Svo varð Tim O’Hara for- seti járnbrautarfélagsins og hann skírði einkavagn sinn „Dverginn". Sagt var, að á ferðalögum hans væri stundum með honum lítill og skrítinn, strákslegur náungi. Hann kom, slóst í förina á einhverri smástöðinni, og honum var undir- eins hleypt inn, þó að stórmenni D VÖL úr járnbrautarstjórninni væru látin bíða. Og skömmu seinna heyrðist sungið inni í vagninum. Damaskns Damaskus er ein af allra elztu borgum, sem sögur fara af. Jósepus sagnaritari rekur sögu hennar allt til Nóaflóðs. Ant- hony á að hafa gefið Kleopötru borgina í morgungjöf. Skáld fyrri daga dáðu feg- urð hennar og völdu henni glæsileg nöfn í ljóðum sinum. „Hálsmen veraldarinn- ar“, „Pjöður paradisarfuglsins", „Pegurð- ardoppa meyjarvangans" o. s. frv. — Dam- askus vorra daga virðist þó hafa fátt það til brunns að bera, sem réttlæti slík nöfn. Göturnar eru þröngar og úr hófi daunill- ar. Konurnar elda matinn úti á götu og mylja kornið á rennisteinunum. íbúarn- ir líkjast óþrifnum og illa gerðum þorp- aralýð. Þeir eru hávaðasamir, ósannsögl- ir, óráðvandir og margsýktir af alls kon- ar sjúkdómum. Nefnd: Hópur nútímamanna, sem eyða tímanum. —0— Góð rœða: Ávarp með góðri byrjun og góðum enda og stutt bil á milli. —0— Áskorun: Listi yfir fólk, sem ekki hafði þrek til að segja nei. —0— Þrautleiðinlegur: Sá, sem talar, þegar hann á að hlusta. —0— Hugleysingi: Sá, sem talar með fótunum, þegar mest ríður á. —0— Lundúnabúi: Sá, sem vonar hið bezta, en býst við sprengju.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.