Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 61

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 61
D VÖL 219 Ur gömlnm kvæðaisyrpnm VII. Þorlákur Þórarinnsson 23. deg. 1711 - 9. júlí 1773 Tekið hefir siimaii Sveinn í Dal Þorlákur Þórarinsson var fæddur að Látrum í Suður-Þingeyjarsýslu á Þor- láksmessu árið 1711. Ellefu ára að aldri fór hann til Hannesar Scheving klaustur- haldara á Möðruvöllum, til uppeldis og lærdóms. Fór hann 15 vetra í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan tvítugur. Ári síðar var hann gerður djákni að Möðruvalla- klaustri, og gegndi hann því starfi í 14 ár, unz honum var veitt brauðið 1745. Var hann síðan prestur þar til dauðadags og bjó að Ósi. Kona hans hét Guðrún Þórð- ardóttir, og áttu þau eina dóttur barna, Sigríði, er upp komst, og eru frá henni ættir. Þorlákur var vel metinn sem prest- ur og var á efri árum sínum kallaður til þess að gegna dómkirkjuprestsembætti á Hólum, en baðst undan því. Hann var fjölhæfur maður og vel virtur, fékkst við málaralist og lækningar, söngmaður góð- ur og ræðumaður. Þorlákur prestur drukknaði í Hörgá snemma sumars árið 1773, rösklega sex- tugur að aldri. Þorlákur orti allmikið. Hann var trú- aður mjög að þeirrar aldar sið, og er margt kvæða hans og kveðlinga andlegs efnis, sálmar og fyrirbænir. Hann vildi vera siðbætandi og hollráður og sum hans beztu kvæði eru heilræða- og aðvör- unarljóð til ungs fólks og eru mörg löng, upp undir hundrað vísur. Er í þeim ljóð- um víða að finna heilbrigt og öfgalaust lífsviðhorf, lipurlega og látlaust framsett. Hann leitar ekki að yrkisefnum út um alla heima og geima, og honum er með öllu óeiginlegt að slá um sig á skáldafáknum, heldur lætur hann hann rölta á seina- gangi um heimaland sitt og meðal nán- ustu granna og kunningja. En á þessum seinagangi bregður ekki sjaldan fyrir skemmtilegu hýruspori er veitir manni meiri ánægju en sprettkippir sumra hinna, er meira berast á. Kvæði sr. Þorláks — Þorlákskver — hafa verið gefin út fjórum sinnum. í fyrsta sinn á Hólum 1775, og aftur 1780 á sama stað. Þriðja útgáfa þeirra var prentuð í Viðey 1836, og sú fjórða og síð- asta í Khöfn 1858, mjög aukin og endur- bætt. Hafa fá eður_ engin ljóð skálda okkar verið oftar út gefin. Ljóð hans voru mjög vinsæl. Hin hóflega guðrækni er í ljóðunum birtist, samfara einlægri rétt- lætiskennd og föðurlegri umhyggju gagn- vart öllum og einum, munu hafa valdið miklu þar um, ásamt lipurlegri framsetn- ingu. Og þó að Þorlákskver sé búið að inna af hendi sitt hlutverk og eignist ekki almenn ítök í okkur, sem nú lifum, eða hinum ókomnu kynslóðum, þá er það þó vel þess virði, aö það gleymist ekki að fullu og öllu almenningi, og að menn viti nokkru betri skil á því og höfundi þess, heldur en nú er. Meyjarkveðja. Mín er dúfan geðgóð, glöð í hjarta, kinnrjóð, valinkunn og vel fróð, varin öllurn hugmóð; griðum sœtir gott fljóð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.