Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 73

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 73
D VÖL 231 Sparisjóðsbókln lieimar mömmn Eftir Kathryn Forbes Á hverju laugardagskvöldi var hún mamma vön að setjast við hvítþvegið eldhúsborðið og telja vikulaunin hans pabba. Ég sé í anda áhyggjuhrukkurnar á andliti hennar, sem vanalega var þó svo kyrrlátt og slétt. Hún raðaði skildingunum í smá- hrauka á borðinu. „Húsaleigan,“ sagði hún og ýtti fyrsta hrauknum til hliðar. „Matvörur,“ og annar skildinga- hlaði var fullger. „Hálfsólar á skó Karenar.“ „Kennarinn segir, að ég þurfi að fá nýja stílabók," heyrðist þá kann- ske frá einhverjum okkar krakk- anna. Mamma sagði þá vanalega ekki neitt, en ef þetta var bráðnauðsyn- legt, lagði hún skilding til hliðar vegna þessara útgjalda. Og litla hrúgan á borðinu minnk- aði smátt og smátt, og skildinga- hraukunum fjölgaði. Það var horft á þetta með djúpri og stundum ofurlítið örvæntingarblandinni eft- irtekt. Þögnin var oftast rofin með því að pabbi spurði, hægt og alvarlega: „Er allt?“ Ef mamma kinkaði kolli, var allt í lagi, og við seildumst þá eftir skólabókunum og fórum að lesa í makindum eða að sinna heima- stílnum. Og þá leið hægt bros yfir varir mömmu. „Er gott,“ tautaði hún ofur lágt fyrir munni sér. „Þarf ekki að fara í banka.“ Já, — sparisjóðsbókin hennar mömmu var undursamlegur hlutur. Hún veitti okkur öllum svo sterka og notalega öryggistilfinningu. — Enginn af kunningjum okkar átti sparisjóðsbók í stórum banka. Ég man ennþá, þegar Jensen, er bjó neðar við götuna, var borinn út, af því að hann gat ekki greitt húsa- leiguna. Við krakkarnir gláptum á stóru og skuggalegu mennina, sem komu með húsbúnaðinn hans út um dyrnar, og við sáum tárin á. vöngum konunnar hans. Við urðum skyndilega gripin einhverjum ó- skiljanlegum ótta. Svona fór þá fyrir þeim, sem ekki höfðu ofurlít- inn hrauk af skildingum á hverju laugardagskvöldi til þess að borga með húsaleiguna! Gæti, já, gæti svona hræðilegt komið fyrir okkur? En þá smeygði Karen litlu, hlýju fingrunum í lófann á mér. „Við eigum sparisjóðsbók," sagði hún lágt og ákveðið. Þá gat ég aftur farið að anda rólega. Þegar Nels hafði lokið fullnaðar- prófi í gagnfræðaskólanum, lang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.