Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 73
D VÖL
231
Sparisjóðsbókln lieimar mömmn
Eftir Kathryn Forbes
Á hverju laugardagskvöldi var
hún mamma vön að setjast við
hvítþvegið eldhúsborðið og telja
vikulaunin hans pabba. Ég sé í
anda áhyggjuhrukkurnar á andliti
hennar, sem vanalega var þó svo
kyrrlátt og slétt.
Hún raðaði skildingunum í smá-
hrauka á borðinu.
„Húsaleigan,“ sagði hún og ýtti
fyrsta hrauknum til hliðar.
„Matvörur,“ og annar skildinga-
hlaði var fullger.
„Hálfsólar á skó Karenar.“
„Kennarinn segir, að ég þurfi að
fá nýja stílabók," heyrðist þá kann-
ske frá einhverjum okkar krakk-
anna.
Mamma sagði þá vanalega ekki
neitt, en ef þetta var bráðnauðsyn-
legt, lagði hún skilding til hliðar
vegna þessara útgjalda.
Og litla hrúgan á borðinu minnk-
aði smátt og smátt, og skildinga-
hraukunum fjölgaði. Það var horft
á þetta með djúpri og stundum
ofurlítið örvæntingarblandinni eft-
irtekt.
Þögnin var oftast rofin með því
að pabbi spurði, hægt og alvarlega:
„Er allt?“
Ef mamma kinkaði kolli, var
allt í lagi, og við seildumst þá eftir
skólabókunum og fórum að lesa
í makindum eða að sinna heima-
stílnum. Og þá leið hægt bros yfir
varir mömmu.
„Er gott,“ tautaði hún ofur lágt
fyrir munni sér. „Þarf ekki að fara
í banka.“
Já, — sparisjóðsbókin hennar
mömmu var undursamlegur hlutur.
Hún veitti okkur öllum svo sterka
og notalega öryggistilfinningu. —
Enginn af kunningjum okkar átti
sparisjóðsbók í stórum banka.
Ég man ennþá, þegar Jensen, er
bjó neðar við götuna, var borinn út,
af því að hann gat ekki greitt húsa-
leiguna. Við krakkarnir gláptum á
stóru og skuggalegu mennina, sem
komu með húsbúnaðinn hans út
um dyrnar, og við sáum tárin á.
vöngum konunnar hans. Við urðum
skyndilega gripin einhverjum ó-
skiljanlegum ótta. Svona fór þá
fyrir þeim, sem ekki höfðu ofurlít-
inn hrauk af skildingum á hverju
laugardagskvöldi til þess að borga
með húsaleiguna! Gæti, já, gæti
svona hræðilegt komið fyrir okkur?
En þá smeygði Karen litlu, hlýju
fingrunum í lófann á mér.
„Við eigum sparisjóðsbók," sagði
hún lágt og ákveðið. Þá gat ég
aftur farið að anda rólega.
Þegar Nels hafði lokið fullnaðar-
prófi í gagnfræðaskólanum, lang-