Dvöl - 01.07.1941, Side 74

Dvöl - 01.07.1941, Side 74
232 aði hann til að ganga í verzlunar- skóla. „Er gott,“ sagði mamma, og pabbi kinkaði kolli. Við -færðum stólana að eldhús- borðinu, full af áhuga. Ég seildist eftir skrautmálaða skríninu, sem hún Sigríður frænka hafði sent okkur frá Noregi, og setti það gæti- lega fyrir framan mömmu. Þetta var „litli bankinn" — allt annað en stóri bankinn, þar sem sparisjóðs- bókin hennar mömmu var geymd. „Litli bankinn“ var notaður til skyndiþarfa, eins og til dæmis þeg- ar Karen handleggsbrotnaði og þegar Dagmar fékk lungnabólguna. Nels var búinn að gera glöggt yfirlit um kostnaðinn við skóla- gönguna. Kennslugjaldið var þetta, bækur kostuðu þetta. — Mamma horfði lengi á tölurnar. Hún setti svolitla totu á varirnar, og svo fór hún að telja skildingana í „litla bankanum". Það var ekki nóg. Hún hrukkaði dálítið augnabrún- irnar. „Við viljum náttúrlega komast hjá því að fara í bankann," sagði hún hægt og ofurlítið aðvarandi. Við kinkuðum öll kolli af ákafa. „Ég gæti unnið í matvöruverzl- uninni hans Dills í sumarleyfinu,“ sagði Nels. Mamma brosti ánægjulega og skrifaði nokkra tölustafi af mestu gætni, lagði saman og dró frá. Pabbi reiknaði bara í huganum. Hann gat verið býsna fljótur. „Er ekkí nóg,“ sagði mamma. DVÖL Þá lagði pabbi tóbakspípuna sína á borðið, horfði sem snöggvast ská- hallt upp í loftið og sagði, eins og það væri útkljáð mál: „Ég hætti að reykja.“ Mamma snerti sem snöggvast við handleggnum á pabba, en sagði ekkert. Svo skrifaði hún aftur nokkrar tölur. „Ég get litið eftir krökkunum fyrir Sondermanhjónin á föstudög- um,“ sagði ég. Mér varö litið í augun á litlu krílunum við borðið, og þá bætti ég við: „Kristín, Dagmar og Karen ætla að hjálpa mér.“ „Er gott,“ sagði mamma. Og okkur var öllum glatt í geði. Við höfðum komizt einn áfangann enn, án þess að þurfa að hreyfa sparisjóðsbókina hennar mömmu. „Litli bankinn“ og sameiginleg að- stoð hafði dugað. Það var þó margt, sem „litli bank- inn“ varð að leggja til árið það: Kjóll handa Karen vegna skóla- leiksins. Það þurfti að taka kirtlana úr Dagmar. Svo var það skátabún- ingurinn minn. En þetta tókst, þótt oft væri nærri gengið. Og það var þá heldur ekki svo hættulegt, því að ef allt um þraut, þá var þó allt- af sparisjóðsbókin hennar mömmu. Jafnvel í verkfallinu bægði mamma öllum áhyggjum á brott. Við unnum öll að því, að ekki þyrfti að hreyfa við sparisjóðsbókinni. Þetta var eins og að leysa erfiða en skemmtilega þraut, fannst okk- ur krökkunum. Við fluttum legu-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.