Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 80
238
DVÖL
Höfundariifr
Honoré de Balzac
fæddist í Tours á Frakklandi árið 1799.
Hann átti lengi erfitt uppdráttar og eft-
ir að hafa reynt fyrir sér með bókaút-
gáfu, sem ekki blessaðist, tók hann að
semja skáldsögur. Þar var Balzac á réttri
hillu. Hann samdi fjöldi skáldsagna og
unni sér sjaldan hvíldar frá þeirri iðju,
enda var hann skuldugur mjög frá fyrri
tíð, en skáldsagnaritunin hins vegar arð-
bær svo frábærum höfundi. Balzac var að
ýmsu leyti brautryðjandi í skáldsagnalist.
Sögur hans eru þrungnar sálfræðilegri
gagnrýni og persónulýsingar hans ná-
kvæmar og náttúrulegar. Eitt af merk-
ustu ritverkum Balzacs er sagnaflokkur
mikill og langur, er nefnist Comédie
Humaine, fjölbreyttur og litauðugur að
efni. — Balzac lézt árið 1850, nýkominn úr
brúðkaupsferð. Hann er einn af frægustu
skáldsagnahöfundum, sem uppi hafa
verið.
Johannes V. Jensen
fæddist í Farsö á Jótlandi, árið 1873.
Faðir hans var dýralæknir, og setti hann
soninn til mennta. Johannes átti að læra
læknisfræði, en festi ekki yndi við þá
mennt og hvarf frá námi. Tök hann þá
að rita skáldsögur og kom skjótt i Ijós
frábær frásagnargáfa og myndauðgi.
Fyrsta bók hans kom út árið 1896
og fjallaöi um líf danskra skólapilta
og hin erfiðu kjör þeirra. Hún þótti
strax gefa góðar vonir. Næsta bók hans
kom út tveimur árum síðar, og eftir það
rak hver bókin aðra. Margar skáld-
sögur J. V. Jensen gerast til forna,
jafnvel á steinöld. Gerast þær mest
á danskri grund. Annar sagnaflokkur
gerist á vélaöld vorra daga og er al-
þjóðlegs efnis. Hefir ýmsum þótt gæta
þar meir hrifningar höfundarins en
smekkvísi og raunsæi.
J. V. Jensen hefir ferðazt víða uin lönd.
A