Dvöl - 01.04.1942, Side 44
122
DVÖL
fara með drengnum á staðinn, þar
sem hann fékk þessa undraverða
gripi, og sjá hann sjálfir. Dreng-
urinn segir áreiðanlega satt, þó að
saga hans sé ofviða mínum skiln-
ingi.“
Og svo lögðu þeir allir þrír af
stað að bústað Sæ-Taó.
En er þeir komu þar, er mesta
skugga bar á stíginn og anganin
var sætust, mosinn grænastur og
aldinin á villtum ferskjutrjánum
glóðu skærast, rak Mín-Væ upp
örvæntingaróp. Honum varð litið
gegnum lundinn. Þar sem blátt
helluþak hafði risið við himin, var
nú ekki annað að sjá en tæra vídd
loftsins. Þar sem grænn og gyllt-
ur hússtofn hafði verið, sjást nú
aðeins vaggandi skógarlauf í lit-
ríku sólskini haustsins. Og þar sem
breiöu dyraþrepin höfðu verið,
varð ekki annað eygt en rúst —
fornt grafhýsi, svo urið af völd-
um mosans, að nafnið, sem á það
hafði verið letrað, var orðið ólæsi-
legt. Bústaður Sæ-Taó var horf-
inn!
Skyndilega strauk hinn tigni
embættismaður hendinni um enn-
ið, vatt sér að Peló og hafði yfir
þetta kunna stef eftir fornskáldið
Tsjín-Kó:
,,„Nú blómgast ferskjublómin yfir
kumli Sæ-Taó.““
„Peló, vinur minn,“ hélt Tsjang
áfram. „Dísin, sem heillaði son
þinn, er engin önnur en sú, sem
hvílir í rústum þessa grafhýsis.
Sagðist hún ekki hafa verið gift
Ping-Kang? Það er engin ætt til
með þessu nafni, en stóri trjágarð-
urinn í borginni heitir Ping-
Kang. Allt, sem hún sagði, er hin
mesta ráðgáta. Sjálfa sig kallaði
hún Sæ-Taó frá Món-híaó. Engin
manneskja er kölluð því nafni;
engin gæti heitað neitt slíkt. En
ef kínversku leturtáknin „món“ og
„híaó“ eru dregin saman, heitir
það tákn „kíaó“. Hlustaðu á: í
Ping-Kang-garðinum við Kíaó-
stræti var dvalarstaður hinna
frægu ástmeyja Tang-konunganna.
Söng hún ekki söngva Keió-píens:
Hljóða ekki táknin á bursta-
hylkinu og bréfavoginni, sem hún
gaf syni þínum, á þessa leið:
„Keió í borginni Fó-hæ á þessa
listagripi?“ Sú borg er ekki lengur
til, en minningin um Keió-píen
lifir, því að hann var herstjóri í
Sze-sjóen-fylki og mikið skáld. Var
ekki hin undurfagra, léttúðuga
Sæ-Taó eftirlæti hans, þegar hann
dvaldi í Tsjaó — Sæ-Taó, sem
átti engan sinn líka að yndisþokka
meðal kvenna þeirra tíma? Það vai'
hann, sem gaf henni söngvana;
það var hann, sem gaf henni þessa
fágætu listagripi. Sæ-Taó dó ekki
á sama hátt og aðrar konur. Limii'
hennar hafa orðið að dufti, en
samt er eitthvað af henni enn við
líði í þessum mikla skógi — andi
hennar hefst enn við á þessum
skuggsæla stað.“
Tsjang þagnaði. Óljós beygui'
greip þá alla. Þunn morgunský
vörpuðu skuggum á grænt um-