Dvöl - 01.04.1942, Síða 44

Dvöl - 01.04.1942, Síða 44
122 DVÖL fara með drengnum á staðinn, þar sem hann fékk þessa undraverða gripi, og sjá hann sjálfir. Dreng- urinn segir áreiðanlega satt, þó að saga hans sé ofviða mínum skiln- ingi.“ Og svo lögðu þeir allir þrír af stað að bústað Sæ-Taó. En er þeir komu þar, er mesta skugga bar á stíginn og anganin var sætust, mosinn grænastur og aldinin á villtum ferskjutrjánum glóðu skærast, rak Mín-Væ upp örvæntingaróp. Honum varð litið gegnum lundinn. Þar sem blátt helluþak hafði risið við himin, var nú ekki annað að sjá en tæra vídd loftsins. Þar sem grænn og gyllt- ur hússtofn hafði verið, sjást nú aðeins vaggandi skógarlauf í lit- ríku sólskini haustsins. Og þar sem breiöu dyraþrepin höfðu verið, varð ekki annað eygt en rúst — fornt grafhýsi, svo urið af völd- um mosans, að nafnið, sem á það hafði verið letrað, var orðið ólæsi- legt. Bústaður Sæ-Taó var horf- inn! Skyndilega strauk hinn tigni embættismaður hendinni um enn- ið, vatt sér að Peló og hafði yfir þetta kunna stef eftir fornskáldið Tsjín-Kó: ,,„Nú blómgast ferskjublómin yfir kumli Sæ-Taó.““ „Peló, vinur minn,“ hélt Tsjang áfram. „Dísin, sem heillaði son þinn, er engin önnur en sú, sem hvílir í rústum þessa grafhýsis. Sagðist hún ekki hafa verið gift Ping-Kang? Það er engin ætt til með þessu nafni, en stóri trjágarð- urinn í borginni heitir Ping- Kang. Allt, sem hún sagði, er hin mesta ráðgáta. Sjálfa sig kallaði hún Sæ-Taó frá Món-híaó. Engin manneskja er kölluð því nafni; engin gæti heitað neitt slíkt. En ef kínversku leturtáknin „món“ og „híaó“ eru dregin saman, heitir það tákn „kíaó“. Hlustaðu á: í Ping-Kang-garðinum við Kíaó- stræti var dvalarstaður hinna frægu ástmeyja Tang-konunganna. Söng hún ekki söngva Keió-píens: Hljóða ekki táknin á bursta- hylkinu og bréfavoginni, sem hún gaf syni þínum, á þessa leið: „Keió í borginni Fó-hæ á þessa listagripi?“ Sú borg er ekki lengur til, en minningin um Keió-píen lifir, því að hann var herstjóri í Sze-sjóen-fylki og mikið skáld. Var ekki hin undurfagra, léttúðuga Sæ-Taó eftirlæti hans, þegar hann dvaldi í Tsjaó — Sæ-Taó, sem átti engan sinn líka að yndisþokka meðal kvenna þeirra tíma? Það vai' hann, sem gaf henni söngvana; það var hann, sem gaf henni þessa fágætu listagripi. Sæ-Taó dó ekki á sama hátt og aðrar konur. Limii' hennar hafa orðið að dufti, en samt er eitthvað af henni enn við líði í þessum mikla skógi — andi hennar hefst enn við á þessum skuggsæla stað.“ Tsjang þagnaði. Óljós beygui' greip þá alla. Þunn morgunský vörpuðu skuggum á grænt um-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.