Melkorka - 01.05.1946, Síða 10

Melkorka - 01.05.1946, Síða 10
vanheilsu að stríða og að hún gekk sjaldan heil til skógar, en þeir héldu, eins og hún sjálf, að þetta ferðalag mundi hressa hana og hvíla frá þrasinu og baráttumálunum heima fyrir og jafnvel verða til þess, að hún fengi nokkra bót á sjúkdómi sínum. Sjálf hlakkaði hún til að liitta samherja og vinir, liitta allar þessar konur aftur, sem hún þekkti frá fyrri alþjóðafundum og mætt- ust nú í fyrsta sinn aftur eftir fimm ógnjrrungin styrjaldarár. Margar þeirra voru persónulegir vinir hennar, en allar börðust Jrær fyrir sömu hugsjónum og mannréttindum, hvaðan sem þær komu af hnettinum. Ég liitti Laufeyju á götu, tveim dögum áður en lnin lagði af stað í sína örlagaríku ferð. Það var úðarigning en hlýja í lofti. Hún sagðist fljúga næstu daga til Englands og J^aðan til Genf. Mér finnst vorið miklu nær en skammdegi og vetur, og kannski verða sóleyjar sprungnar út, Jregar ég kem heim um jólin, sagði hún um leið og við skildum, og brosti um leið Jressu minnis- stæða brosi, sem gat svo oft minnt á lieið- ríkju langra sumardaga. Því voru ekki ein- mitt J)ær hugsjónir, sem heilluðu hana unga og sem hún helgaði krafta sína til dauða- dags, í ætt við sumrið og gróandann? Laufey Valdimarsdóttir var fyrir löngu þjóðkunn kona, og nafn hennar hafði í fjöl- mörg ár verið tengt réttarbaráttu íslenzku konunnar. Hún varð formaður Kvenrétt- indafélags íslands 1926 og hóf þá strax bar- áttuna undir merki félagsins fyrir jafnrétti konunnar í þjóðfélaginu. Hin skyggna rétt- lætiskennd hennar fann fljótlega nrisrétt þann, sem konur voru beittar, og Jneyttist aldrei á að brýna fyrir þeim, að enda þótt hin pólitísku réttindi væru fengin, — kosn- ingarétturinn — Jrá væri almennt litið á konuna sem lægri þjóðflokk innan Jrjóðfé- lagsins og hlutur liennar væri á flestum svið- um fyrir borð borinn. Þess vegna yrðu kon- ur að halda baráttunni áfram, vera á verði fyrir fengnum réttindum, vakna af sinnu- Við andlátsfregn Laufeyjar Valdimarsdóttur Ejtir Ingibjörgu Benedihtsdóltur Æ, ég var að vona, veika, en sterka kona, að með nýju dri kœmirðu heim, heil á hjarta og laugum, með hita og Ijóma i augum. Lifnaði margt í Ijósi af draumum þeim Mörgum varð að vona, vilra, mikla kona, að þú kœmir glöð og heilbrigð heim. Auðgust allra varstu, cegishjdlm þar barslu, lengst þó sjúlt og ein i auði þeim. Eg er enn að vona, elskulega kona, að þú sért nú einmitt komin heim, að þinn andi svífi yfir slarfi og lífi lands vors kvenna, hve þú unnir þeim. Hcitt þœr vilja vona verk þín, göfga kona, dhugi og eldmóðurinn þinn veg oss alltaf visi; viti, er brenni og lýsi, mynd þin sé og móðurarfurinn. V_____________________________________y leysi sínu um þjóðfélagsmálin og skilja, að J)að væri ekki lengur nein kvenleg dyggð að sitja hjá um málefni lands og Jijóðar, lieldur hættulegt ábyrgðarleysi, og ekk- ert væri konunni, móður mannkynsins, ó- 6 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.