Melkorka - 01.05.1946, Síða 11

Melkorka - 01.05.1946, Síða 11
viðkomandi, eins og hún orðaði það ein- hvers staðar. Og á öðrum stað segir hún: „Þótt kosningarétturinn sé löngu fenginn, liafa konurnar ekki lært að byggja upp þjóð- félagið með karlmönnunum og hafa aldrei fyllilega skilið hver ábyrgð fylgir þessum rétti. íslenzkar konur, við skulum ekki lengur draga okkur í hlé frá þessu mikla verkefni. Rísurn upp og sjáum sól og stjörnubjartan himinn. Leggjum okkur all- ar fram til þess að bezt verði að lifa í þessu landi. Bætum íslandi upp mannfæð þess með þátttöku allra í þessu starfi.“ Samúð með öllu, sem þjáðist og átti bágt, var einn ríkasti þátturinn í eðli hennar. Hún var óþreytandi í ræðum og ritum að berjast fyrir persónulegum rétti hinna um- komulausu, sem leituðu til hennar, og marg- ar kjarabætur einstæðingsmæðra og ekkna síðustu ára eru henni ekki hvað sízt að þakka. Síðasta verk Laufeyjar, áður en hún fór utan, var að gangast fyrir stofnun Menning- ar- og minningarsjóðs kvenna, senr stofnað- ur er í minningu móður hennar, hinnar landskunnu kvenréttindakonu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Er sjóði þessunr ætlað að styrkja efnilegar stúlkur til náms og stuðla að því, að við getum eignazt hæfar konur á sem flestum sviðunr. Enginn skildi betur en Laufey, hvers virði góð nrenntun er fyrir hverja konu, ef hún vill standa jafn- fætis karlmanninunr í þjóðfélaginu. Hún var sjálf stúdent frá Menntaskólanunr í Reykjavík og stundaði síðair tungumála- nánr við Háskólann í Kaupmannahöfn unr nokkura ára skeið. Gáfur hennar voru nrarg- þættar, hún var skáldmælt vel, prýðilega ritfær og hafði mikla þekkingu og ágætan smekk á bókmenntum. Hún var því óvenju- leg kona um flesta hluti, og hún nrun lialda áfram að lifa í hjörtum allra þeirra, sem þekktu hana og skildu bezt. Það urðu örlög Laufeyjar Valdimarsdótt- ur, að vera jarðsungin í erlendu landi, að vísu hjá þjóð, senr hún unni og dáði. Hún Frú Karólína Ziemsen varð sjötug 22. desember s.l. — Hún hefur unnið mikið og nrerkilegt brautryðjanda- starf innan verkakvennasamtakanna í land- inu. Hún var ein af aðalstofnendunr verka- kvennafélagsins Framsóknar og í Hafnar- firði gekkst hún fyrir stofnun verkakvenna- félagsins Framtíðin 1925. Frú Karólína hefur fram á þennan dag verið óþreytandi að vinna að hagsmunamál- um verkalýðsstéttarinnar. Hún er vinsæl kona nreð afbrigðum og nrikils nretin af öll- um, sem til hennar þekkja. dvaldist í París ung stúlka, og síðan átti borg- in, senr kölluð hefur verið borg vísinda og lista, lrug hennar hálfan, en það sætti okk- ur vini hennar og félaga að nokkru við, að þar skildi lnin einmitt hljóta hinztu lrvílu. Þótt ln'ur sé nú langt fjarri ættjörð sinni, senr hún elskaði og lrelgaði starfskrafta sína og nriklu hæfileika, þá veit ég að nróðir náttúra mun skreyta leiði lrennar litfögrum suðrænunr blónrum. En við vinir hennar nrunum þó alltaf óska, að Jiað væri íslenzka sóleyin, sem sprytti vor hvert á leiði hennar. MELKORKA 7

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.