Melkorka - 01.05.1946, Síða 12

Melkorka - 01.05.1946, Síða 12
NÝTT STARF FYRIR KONUR Eftir Rannveigu Kristjánsdóttur Fyrir nokkrn baist mér til eyrna, að á hausti komanda ætti að hefjast námskeið hér í bæ til þess að sérmennta konur er taka œtla að sér stjórn og umsjá leikskóla, barna- heimila, vöggustofa og leikvalla. Mér var kunnugt um að frk. Þórhildur Ólafsdóttir, forstöðukona við léikskóla Sum- argjafar í Tjarnarborg, hafði á síðastliðnum vetri ritað stórn Sumargjafar bréf, Jrar sem hún benti á nauðsyn Jress að slíkri stofnun yrði komið á fót. Ég sneri mér til hennar og fékk eftirfarandi upplýsingar. Eftir að stjórn Sumargjafar hafði fengið bréf Þórhildar í hendur leitaði stjórnin fyrir sér hjá bæ og ríki urn möguleika á fjárstyrk til áðurnefndra námskeiða. Undirtektir urðu góðar og skipaði Jrá stjórnin þau Helga Elíasson, fræðslumálastjóra, ísak Jónsson kennara og Þórliildi Ólafsdóttur, forstöðu- konu, í nefnd til þess að gera tillögur um tilhögun slíkra námskeiða. Samkvæmt upp- lýsingunt Þórltildar mun nefndin hugsa sér tilhögun námskeiða og inntökuskilyrði eitt- hvað á þessa leið: Inntökuskilyrði: a) bóklegur undirbúningur: gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun. b) verklegur undirbúningur: æskilegt að sækjandi hafi unnið á leikskóla eða barnaheimili, meðal annars til þess að sjá, hvernig lienni líkar starfið. Enn- fremur að sækjandi sé nokkuð vön heim- ilisstörfum. Sjálft námið: Námstími yrði tvö ár, 9 mánuði á ári. Námið væri bæði bóklegt og verklegt, t. d. 41/j) mánuð á ári bóklegt nám og 4l/£ verk- legt. Verklega námið yrði innifalið í vinnu á leikskóla, vöggustofu, barnaheimili og leikvelli. Bóklegar námsgreinar yrðu: 1) barnasálarfræði og uppeldisfræði. 2) lieilsufræði og lieilsuvernd barna. 3) Idjóðkennsla, framsögn og upplestur. 4) söngur og hljóðfærasláttur. 5) handavinna (teikning, leirmótun og föndur). 6) leikfimi (plastik). 7) stjórn heimilis og innanhússumgengni. 8) bókfærsla og búreikningar. 9) næringarefnafræði og matreiðsla. 10) hjálp í viðjögum. Bóklega námið yrði miðað við 5 stunda kennslu á dag. Þann tíma er stúlkurnar væru í bóklegu námi yrðu Jrær látnar fylgj- ast með börnum á leikskólum og barna- heimilum á Jrann liátt, að þær færu t. d. tvisvar í viku, tvo tíma á dag, á eitthvert heimilið, horfðu J)ar á börnin og skrifuðu hjá sér sínar athugasemdir. Tilgangurinn með J)essu er að hjálpa nemendunum til að tengja liin bóklegu iræði starfinu, sem verið er að búa þær undir. Þennan tíma eiga stúlkurnar ekkert að vinna á heimilunum. í sumarleyfunum væri hins vegar æskilegt, að þær ynnu á einhverjum leikskóla eða dagheimili, og gætu Jrær þá unnið fyrir kaupi. Nefndin liugsar sér kennslu á námskeið- unum eitthvað svipað Jrví, sem að ofan greinir, en tilhögun mun þó ekki að fullu ákveðin fyrr en frk. Valborg Sigurðardóttir kemur heim frá Ameríku núna í vor. Hún hefur stundað nám í uppeldis- og sálarfræði 8 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.