Melkorka - 01.05.1946, Page 24

Melkorka - 01.05.1946, Page 24
dag í dag hættir ungu stúlkunni til þess að efast-um hæfni sína jafnvel þó hún hafi löngun til þess að brjóta nýjar brautir. Það er því gott fyrir okkur að hafa það hugfast, að gáfna- og hæfnipróf, er gerð hafa verið á drengjum og stúlkum, sýna mjög lít- inn mun kynjanna. Stúlkur virðast læra heldur fyrr að tala og eiga síðar léttara með að nema mál. Drengir virðast eiga heldur léttara með að læra stærðfræði og hafa fyrr áhuga á vél- rænum hlutum. munurinn er þó mjög lítill og miklu meiri á einstaklingum innan sama kyns en á kynjunum í heild. Hæfni stúlkna virðist fullt svo mikil til starfa þar sem beita þarf nákvæmri vöðva- stillingu, en hinsvegar er vitað mál að karl- kynið er vöðvasterkara en kvenkynið. Hér verður þó það sama uppi á teningnum. Munurinn er meiri á einstaklingum innan sama kyns en á kynjunum í heild. Rök fá ekki sannfært alla, en reynslan gerir það, og reynsla stríðsáranna liefur sýnt, að konur eru færar um að vinna svo að segja öll störf í nútíma þjóðfélagi. Þær hafa jafn- vel lært að smíða vélar og stjórna þeim. Við íslenzku konurnar höfum verið og erum ennþá alltof ragar við að seilast inn á „starfssvið karlmannsins“, og stríðið hefur heldur ekki neytt okkur til þess eins og kon- ur ófriðarþjóðanna. í iðngreinunum eigum f---------------------------------------N MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjóri: Rannveig Kristjánsdóttir ' Ritnefnd: Þóra Vigjúsdóttir ■ ValgerSur Briern Petrína Jakobsson Afgreiðsla: SkóluvörSustíg 19. Sími 2184 Kápumynd: Þorvaldur Skúlason PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F \______________________________________> við aðeins örfáar konur og í mörgum þeirra engar. Og í hinum tæknilegu háskólagrein- um hafa aðeins tvær konur lokið prófi (ein húsameistari og ein efnaverkfræðingur;hér starfar auk þess einn veðurfræðingur, norsk að upj^runa). Við vitum öll að framtíð íslands er að miklu leyti undir því komin, að okkur tak- ist að skapa hér blómlegt atvinnulíf, sem að tækni stendur atvinnulífi annarra þjóða fullkomlega á sporði. til þess að okkur takist þetta þarf meðal annars margt vel hæft og áhugasamt fólk að leggja fram krafta sína. Ungu stúlkur! Viljið þið ekki líka leggja þar hönd að verki? Móðirin er tuttugu ár að gera drenginn sinn að manni — önnur kona getur gert hann að hcimskingja d tutt- ugu mínútum. — Frost. ☆ Aðeins þcir menn, sem ekki kæra sig um konur, hafa áhuga á klæðnaði þeirra, en þeir sem elska þær, taka aldrei eftir í livaða fötum þær eru. — Anatole France. ☆ Hafðu augun galopin fyrir giftinguna — cn hálflokuð á eftir. — Franklin. 20 MELKORKá

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.