Melkorka - 01.05.1946, Page 27

Melkorka - 01.05.1946, Page 27
vær og fyndin í samræðum á æskuárum sín- um. Þessir eiginleikar korna þó mjög lítið í 1 jós í ritverkum hennar. Ekki væri þó rétt að segja, að Karin Boye liaíi verið gjörsneydd kímnigáfu sem skáld, því að án allrar kímnigáfu gæti glögg- skyggni hennar á mannlegt eðli ekki verið svo mikil. En glaðlyndis er ekki hægt að krefjast af þeim, sem eiga í ævilangri bar- áttu við eitthvað, sem þeim er í brjóst lagt. Þó verður ekki sagt, að Karin Boye sé böl- sýn. Hún er viljasterk, og það kernur ekki einungis fram í kveðskap hennar, lieldur og í einkalífi hennar. Hún reyndi að finna hlutverk sitt í mannfélaginu og samlagast öðrum. Hún lauk námi í kennaraskóla í því skyni að verða barnakennari í sveit en varð að gefast upp. En hver sem sá Karinu Boye í ræðustóli og heyrði hana ]esa ljóð sín, gat skilið, að bæði hún sjálf og Ijóðagerð henn- ar hafa verið viðkvæmar fyrir hverri truflun af völdum umhverfisins. Það var í Uppsölum, sem Karin Boye, að öllum líkindum, lifði beztu ár ævi sinnar, meðal ungra háskólanemenda, sem rök- ræddu ákaft vandamál sín og mannfélagsins að æskumanna sið. Þrjár fyrstu ljóðabækur hennar, ,,Moln“ (Ský), „Gömda land“ (Hulduheimar) og „Hardarna“ (Við arin- eld) komu út á þessurn árum. Með hverri bók óx hún að þroska. En jafnvel sú fyrsta fékk góða dóma. Síðasta bókin af þessum þremur skipaði henni á bekk með góðskáld- um Svía. Nú orðið er oft vitnað í hendingar úr þessari lrók, sem dærni um þann bók- menntaanda, sem ríkti í Svíþjóð fyrsta ára- tuginn eftir heimsstyrjöldina. í þessari bók er líka að finna ástarkvæði, sem í einlægni sinni og bersögli eru algjörlega sérstæð í sænskum kveðskap. Fyrsta skáldsaga Karinar Boye, „Astarte", vann verðlaun í norrænu skáldsagnasam- keppninni árið 1931, Jregar Sigurd Hoel o. fl. hlutu verðlaun. Þessi bók ber það með sér, á hvaða áratug hún er rituð. Hún er ekki regluleg skáldsaga, heldur sálkönnun í Karin Boye skáldsögubúningi. Hún átti eftir að kornast lengra á þessari braut, þegar hún dvaldist í Berlín árið 1933 og áleit sjálf, að hún liefði komizt að varanlegri niðurstöðu í lífinu. Enda ber næsta kvæðabók hennar, sem kom út árið 1933, nafnið „Uppgörelser" (Reikn- ingsskil). Arið eftir kom ljóðabókin „För tiádets skull“ (Gróandi) út. Hún er almennt talin listrænust allra bóka hennar. Mörgum kom þó tónninn í þessari bók á óvart. Hann var ekki alltaf „eftir nótum“. Karin Boye átti þrátt fyrir raunsæina meiri lífsþorsta en margir samtíðarhöfundar hennar, og því áttu ljóð hennar erindi til æskulýðsins. En trúin á lífið, sem henni verður svo tíðrætt um, er ef til vill fremur löngun hennar til að trúa en sannfæring. Kunnasta kvæði hennar, „Já, víst er sárt —“, er í þessari ljóðabók. Sama hugsun kemur frarn í fleiri kvæðum hennar, en livergi í fegri búningi en þar. MELKORKA 23

x

Melkorka

Qulequttap nassuiaataa:
tímarit kvenna
Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-9772
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
18
Assigiiaat ilaat:
48
Saqqummersinneqarpoq:
1944-1962
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
1962
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Kvenréttindamál.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue: 1. Tölublað (01.05.1946)
https://timarit.is/issue/319783

Link to this page: 23
https://timarit.is/page/4994844

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. Tölublað (01.05.1946)

Actions: