Melkorka - 01.05.1946, Síða 27

Melkorka - 01.05.1946, Síða 27
vær og fyndin í samræðum á æskuárum sín- um. Þessir eiginleikar korna þó mjög lítið í 1 jós í ritverkum hennar. Ekki væri þó rétt að segja, að Karin Boye liaíi verið gjörsneydd kímnigáfu sem skáld, því að án allrar kímnigáfu gæti glögg- skyggni hennar á mannlegt eðli ekki verið svo mikil. En glaðlyndis er ekki hægt að krefjast af þeim, sem eiga í ævilangri bar- áttu við eitthvað, sem þeim er í brjóst lagt. Þó verður ekki sagt, að Karin Boye sé böl- sýn. Hún er viljasterk, og það kernur ekki einungis fram í kveðskap hennar, lieldur og í einkalífi hennar. Hún reyndi að finna hlutverk sitt í mannfélaginu og samlagast öðrum. Hún lauk námi í kennaraskóla í því skyni að verða barnakennari í sveit en varð að gefast upp. En hver sem sá Karinu Boye í ræðustóli og heyrði hana ]esa ljóð sín, gat skilið, að bæði hún sjálf og Ijóðagerð henn- ar hafa verið viðkvæmar fyrir hverri truflun af völdum umhverfisins. Það var í Uppsölum, sem Karin Boye, að öllum líkindum, lifði beztu ár ævi sinnar, meðal ungra háskólanemenda, sem rök- ræddu ákaft vandamál sín og mannfélagsins að æskumanna sið. Þrjár fyrstu ljóðabækur hennar, ,,Moln“ (Ský), „Gömda land“ (Hulduheimar) og „Hardarna“ (Við arin- eld) komu út á þessurn árum. Með hverri bók óx hún að þroska. En jafnvel sú fyrsta fékk góða dóma. Síðasta bókin af þessum þremur skipaði henni á bekk með góðskáld- um Svía. Nú orðið er oft vitnað í hendingar úr þessari lrók, sem dærni um þann bók- menntaanda, sem ríkti í Svíþjóð fyrsta ára- tuginn eftir heimsstyrjöldina. í þessari bók er líka að finna ástarkvæði, sem í einlægni sinni og bersögli eru algjörlega sérstæð í sænskum kveðskap. Fyrsta skáldsaga Karinar Boye, „Astarte", vann verðlaun í norrænu skáldsagnasam- keppninni árið 1931, Jregar Sigurd Hoel o. fl. hlutu verðlaun. Þessi bók ber það með sér, á hvaða áratug hún er rituð. Hún er ekki regluleg skáldsaga, heldur sálkönnun í Karin Boye skáldsögubúningi. Hún átti eftir að kornast lengra á þessari braut, þegar hún dvaldist í Berlín árið 1933 og áleit sjálf, að hún liefði komizt að varanlegri niðurstöðu í lífinu. Enda ber næsta kvæðabók hennar, sem kom út árið 1933, nafnið „Uppgörelser" (Reikn- ingsskil). Arið eftir kom ljóðabókin „För tiádets skull“ (Gróandi) út. Hún er almennt talin listrænust allra bóka hennar. Mörgum kom þó tónninn í þessari bók á óvart. Hann var ekki alltaf „eftir nótum“. Karin Boye átti þrátt fyrir raunsæina meiri lífsþorsta en margir samtíðarhöfundar hennar, og því áttu ljóð hennar erindi til æskulýðsins. En trúin á lífið, sem henni verður svo tíðrætt um, er ef til vill fremur löngun hennar til að trúa en sannfæring. Kunnasta kvæði hennar, „Já, víst er sárt —“, er í þessari ljóðabók. Sama hugsun kemur frarn í fleiri kvæðum hennar, en livergi í fegri búningi en þar. MELKORKA 23

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.