Melkorka - 01.05.1946, Page 30

Melkorka - 01.05.1946, Page 30
„ . . . Þér eigið æskuþróttinn og æskufjörið, ef þér aðeins viljið beita því í þarfir þessa máls . . .“ notið neins góðs af. Það er sagan um þá, sem sjá fram í tímann og láta einskis ófreistað til þess að gera þá framtíðarsýn að veruleika þótt á veginunr verði margskonar örðug- leikar. Fyrir rúmlega 20 árum hefst fyrsti kafli sögunnar. Nokkur kvenfélög í Reykja- vík höfðu þá nokkru áður gert með sér bandalag í því skyni að sameina krafta sína til ýmiss konar átaka um þau mál, er konur varðar meir en karla eða annarra þeirra þjóðmála, er þær kysu að beita sér fyrir. Bandalag þetta fer fljótlega að hyggja á húsbyggingu, sem í fyrstu mun hafa verið eingöngu ætluð til félagsstarfsemi kvenna. Að minnsta kosti er það í fundábókum frá þeim tíma nefnt „samkomuhús kvenna“. — Forgöngukonur málsins fara fram á það við Alþingi og ríkisstjórn, að fá lóð undir húsið. Er þeirri málaleitan svo vel tekið, að þeim er látin í té ókeypis lóð frá ríkinu. Var þó sú lóð síðar seld, með samþykki hlutaðeig- andi stjórnarvalda, og önnur lóð keypt. Þá er þessir atlturðir höfðu gerzt, hafði sjálft rík- isvaldið viðurkennt nauðsyn málsins, enda lítur svo út, sem hugmyndin um þessa bygg- ingu vaxi svo, að fram kemur í umræðum um málið, að aðkomukonur í bænum þurfi að geta fengið þar gistingu. En nú þegar lóðin var fengin, vaxa áhyggjur um fjáröflun til byggingarinnar. Loks er sú leið valin, að stofna ldutafélag og afla hlutafjár meðal kvenna um land allt með svipuðum hætti og gert var við stofnun Eimskipafélags ís- lands. En auk þess sem ötullega var unnið að söfnun hlutafjár, var hér í höfuðstaðn- um unnið að fjársöfnun með ýmsu móti, t. d. hlutaveltum, skemmtisamkomum o. fl. Má það merkilegt heita, hve óþreytandi konurnar voru við starf þetta, jafnerfiður og róðurinn var á þeim árum og svo hitt, að ár eftir ár eru það því nær sömu kon- urnar, sem allt erfiðið bera á sínum lierð- um. Ekki verður annað séð af gerðabókum hlutafélagsins „Kvennaheimilið", en að konunum vaxi þróttur og hugsi æ stærra eftir því sem árin líða. Nafnið „Samkomu- hús íslenzkra kvenna" hverfur, en í þess stað ryður heitið „Kvennaheimilið Hall- veigarstaðir“ sér æ meir til rúms. Auk þess festast æ skýrar þær liugmyndir, að Hall- veigarstaðir eigi að vera ekki aðeins félags- heimili kvenna, heldur og dvalar- og gisti- lieimili kvenna og í þriðja lagi einhvers konar fræðslustöð eða verklegur skóli. Þótt á stundum liggi nærri að hlaupin séu hlið- arspor, sem ekki lágu beint að þessu setta marki, er jafnan frá þeim liorfið áður en í óefni er komið. Svo skýrt lágu frumdrættir Hallveigarstaða markaðir í vitund for- göngukvennanna og svo óþrotleg var trú þeirra á því, að settu marki yrði náð. Eins og nærri má geta, voru kreppuárin eftir 1930 ekki vel til þess fallin að safna fé til Hallveigarstaða fremur en annarra fyrirtækja. Öll þau ár eru þó árlega haldnir aðalfundir hlutafélagsins, auk margra stjórnarfunda, og margt kemur þá fram, sem hugsað er í því skyni að'hrinda málinu í framkvæmd. En er stríðið skall á, stöðv- uðust allar fyrirætlanir um framkvæmdir við byggingu Hallveigarstaða, sem og margra annarra slíkra fyrirtækja. í öngþveiti stríðsáranna er svo hljótt um málið, að úti um landið mátti lieita, að það gleymdist eða væri talið úr sögunni. En jafnvel á þessu kyrrstöðutímabili lifði og 26 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.