Melkorka - 01.05.1946, Síða 32

Melkorka - 01.05.1946, Síða 32
Konur, standið vörð um sjálfstæði landsins Eftir Petrinu Jakobsson Ég hef oft heyrt konur halda því fram, að ef konur stjórnuðu heiminum, þá yrðu eng- in stríð háð, þá liefði heimurinn orðið miklu betri en hann er nú. Ekki þarf maður þó að vera lengi í fé- lagsskap kvenna til þess að finna, að þessar fullyrðingar eru rangar. í fyrsta lagi eru konur ekki ein stétt. Þær skiptast í stéttir eins og aðrir þegnar þjóð- félagsins og tileinka sér mismunandi skoð- anir, alveg eins og stéttabræður þeirra gera. í öðru lagi sýna þessar skoðanir, að konur sem þessu halda fram gera sér enga grein fyrir orsökum syrjalda. Orsakir styrjalda eru tíðum allt aðrar, heldur en átyllurnar, sem mest er haldið á lofti. Þannig hafa til dæmis báðar heims- styrjaldirnar sprottið af viðskiptaárekstrum auðvaldsríkjanna og græðgi valdamannanna til þess að halda nýlendum sínum, eða til þess að fá nýlendur. Síðasta styrjöld breytt- ist þó í stríð milli stétta við það, að hin fas- istiska yfirstétt Þýzkalands réðst í örvænt- ingu á móti eina verkalýðsríki heimsins til þess að tortíma því, og í þeirri von að hin auðvaldsríkin myndu þá snúast með þeim. Konur verða að fylgjast með fréttum og lesa blöð til þess að geta myndað sér sjálf- stæðar skoðanir og séð málin frá sem flest- um hliðum. Þann 17. júní 1944 stofnuðum við frjálst og sjálfstætt lýðveldi á fslandi. Það mátti heita, að öll þjóðin væri þar sammála, burtséð frá öllum öðrum ágrein- ingsmálum flokkanna. Það var að heita má enginn í vafa um það, að á þessari stundu bar þjóðinni að hrista 28 af sér hlekkina og yfirlýsa sjálfstæði sínu. Þá geisaði enn hið ógurlegasta stríð, erlend- ur her sat í landinu, en við hugguðum okk- ur við þau loforð, sem hinn heiðvirði for- seti, Roosevelt, hafði gefið okkur í upphafi, þau að 6 mánuðum eftir að heimsstyrjöldin væri til lykta leidd, myndi herinn fara af landi burt. Nú eru þessir 6 mánuðir liðnir, ennþá situr hér bandarískur her. Áður en þessi tími var liðinn, bárust okkur þær fregnir, að Bandaríkin færu fram á að þeim væru leigðar þýðingarmiklar flugstöðvar liér á landi, til 99 ára, með ýms- um fríðindum og gegn góðri borgun. Sjálfsagt hefur mörgum íslendingi komið þetta mjög á óvart, þótt öðrum liafi strax, þegar „beðið“ var um hervernd Bandaríkj- anna, komið til hugar að ef skrattanum væri réttur litli fingur, vildi liann taka alla „höndina“. Fleiri hafa sjálfsagt treyst því, að þær þjóðir, sem fórnað hafa mörgum hundruð- um þúsunda sona sinna til þess að færa þeim þjóðum frelsi og sjálfstæði, sem villi- mennska fasismans liafði lagt undir sig, myndu ekki svo fljótt gleyma hugsjón sinni og taka upp aðferðir villimannanna. Ef við lítum í svip yfir völlinn á þessari stundu, þegar við í orði kveðnu segjum, að friður sé kominn á, og að lýðræðisríkin hafi lagt að velli fasista- og nazistaríkin og nú sé verið að uppræta síðustu leifar þeirra, ja, þá fer okkur að skiljast, að þessi leikur er víðar leikinn en hér. Friður var ekki kominn á í Evrópu, þeg- ar brezkar liersveitir voru látnar brytja nið- MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.