Melkorka - 01.05.1946, Qupperneq 34

Melkorka - 01.05.1946, Qupperneq 34
RAÐSTJORNARKONUR Eftir Sonju Branting Sérhver ályktun krefst samanburðar. Til þess að gera sér nokkurnveginn ljóst, livílík risaskref í framþróun það eru, sem ráðstjórnin hefur markvisst komið til leiðar að því er snertir stöðu konunnar, verður að liafa í huga hvar hún stóð, þegar byltingin skall á. Mikill meiri hluti kvenna í Rúss- landi sjálfu, 73 hundraðshlutar að því er ein heimildin hermir, kunni hvorki að lesa né skrifa. Konuna skorti fjölmörg venjuleg borgararéttindi, væri hún gift, ákvað mað- urinn allt hlutskipti hennar, hún mátti lrvorki sækja mál sitt né verja fyrir rétti né undirrita gilda samninga. Þið, sem lengi hafið búið við lýðræði, trú- ið því kannski ekki, sagði rússnesk kona við mig, en hér áður fékk konan í Rússlandi ekki sömu laun og karhnaðurinn fyrir sömu vinnu. (Ég þorði ekki að ympra á því, að við stæðum raunar enn á þessu sama stigi). Jafnvel þótt hún ynni 14 stundir á dag, var hún talin á framfærslu hjá manni sínum eða föður. (Átti ég að segja, að húsmæður okkar og heimasætur væru enn í dag heldur ekki taldar sjálfbjarga?) Hún var orðin útslitin þegar á unga aldri, og yrði hún þunguð, varð hún að dylja það eins og hverja aðra smán. Við fáum ekki skilið slíkt nú, hélt konan áfram, en annna mín liefur sagt mér frá þessu, auk þess sem ég hef lesið um það í sögunni. Kirkjan léði konunni enga liðsemd, held- ur þvert á móti prédikaði henni auðmýkt og hlýðni, eins og hún hefur ætíð gert meðal allra þjóða. Og vér verðum að hafa í huga, að ánauðinni, hinum raunverulega þræl- dómi, var ekki aflétt af öllum þorra sveita- bænda fyrr en 1861, og hugarfar jafnt Rússneska konan er jafnoki karlmannsins i öllu tilliti, ekki einungis i orði, heldur og á borði, segir frú Sonja Branting-Westerst&hl i eftirfarandi grein, en hún hefur átt kost á að kynna sér það mál rœkilega i för þeirri, er hún fór til Ráðstjórnarríkjanna fyrir sliömmu. — Frú Sonja Branting cr málafœrslumaður i Stokkhólmi. Hún er dóttir hins kunna stjórnmálamanns Hjalmar Brant- ing. Frúin er fýlgjandi sœnska sósialdemokrataflokknum. lénsdrottna sem landþræla átti sér því mjög djúpar rætur. Aðeins smábrot hins menntaða heims, dá- lítill hópur píslarvotta, dirfðist í öndverðu að bera fram hugmyndina um lausn kon- unnar. Og eins og allar aðrar frelsishetjur, voru þeir ofsóttir og fangelsaðir í Rússlandi. Einn hinna rniklu frumherja í frelsisbaráttu konunnar, sem og þjóðarinnar allrar, er Alexandra Kollontay, hinn heimsfrægi am- bassador, sem lengi hefur verið fulltrúi Rússlands í Svíþjóð. Þannig var þá ástatt um konuna í Rúss- 30 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.