Melkorka - 01.05.1946, Qupperneq 37

Melkorka - 01.05.1946, Qupperneq 37
verkakona, er nú umsjónarmaður yfir lieilli járnbrautarlínu. Ein konan er yfirmaður allrar gervisilkiframleiðslunnar, önnur for- maður í miðstjórn rafmagnsmála. Konurnar í verksmiðjunum hafa átt frumkvæði á ýrnsurn sviðum. Þær hafa t. d. stofnað til námsskeiða til þess að liver og einn fengi skilið alla framleiðsluaðferðina, þær hafa komið á verkaskiptum til þess að hamla á móti tilbreytingarleysi o. s. frv. í stéttarfélögunum. sem ná yfir alla þá, er vinna í samkynja starfsgrein (þannig til- heyra t. d. læknar, hjúkrunarkonur og allt starfsfólk sjúkrahúsanna sama stéttarfélag- inu), eru margar konur í trúnaðarstöðum. Til dæmis er aðalritari hins risastóra LO’s falleg og gáfuð kona. Á sviði menntamála skipa konur engu ó- veglegri sæti. 35.000 konur starfa að vísind- um sem prófessorar og aðstoðarkennarar við háskóla og æðri menntastofnanir. Meðal nemenda þar voru 40 hundraðshlutar kon- ur fyrir stríð, á styrjaldarárunum 60 hundr- aðshlutar. Ég spurði beinlínis að því við há- skólana hæði í Leníngaiði og Moskvu, hvað hæft væri í þeim erlenda orðrómi, að í ráði væru aðgerðir til þess að hindra framsókn konunnar, en slíkur hugsanagangur virtist koma þar algerlega á óvart. Þvert á móti, sagði rektor háskólans, hafa heimili vor fyrir börn giftra stúdenta verið opin öll stríðsárin og verða nú stækkuð. Kvenstúdentar hafa nákvæmlega sömu möguleika og piltar til að fá einhvern hinna mörgu námsstyrkja, sem verka í reyndinni eins og stúdentalaun. Yfir 90 hundraðshlut- ar allra stúdenta hér hafa námsstyrki. Hér er námsfólk úr öllum afkimum ríkjasam- bandsins. Lg hað unr að fá að tala við nokkra kven- stúdenta af framandi þjóðernum. — Ég tilheyri Mordva-kynþættinum, sagði ung námsmær úr Lagadeild. Þjóð mín liefur ekki átt sitt eigið ritmál nema í 15 ár. Nú höfum við tímarit, bækur, jafnvel þýðingar af sígildum skáldritum, á okkar máli, en það er ríkismál þar heima. Ef rúss- neskur embættismaður fær stöðu hjá okkur, verður hann að læra mál okkar. — Amnra mín varð fokreið við nrömmu, sagði fegurðardís frá Azerbaidsjan, nrálfræði- nenri, þegar hún lagði niður andlitsblæju þá, sem konur urðu að bera fyrir bylting- una. Nú verður hún önug, ef við minnunr lrana á þetta. Mamma segir, að þegar lrún var nýgift, hafi hún ekki fengið að fara inn með pabba, þegar lrann fór í heimsókn, lieldur var hún látin sitja á sérstökum lág- palli franrmi við. Ég vona, að ég fái að lralda áfranr rannsóknum mínunr lieinra í ættlandinu, þar eru nrargar ættkvíslir, senr eiga atlryglisverðar mállýzkur og orðmyndir. í Ráðstjórnarríkjunum eru 20.000 kven- verkfræðingar og 75.000 kvenlæknar. Yfir 90 hundraðshlutar allra kennara eru konur — þeinr er nreð öðrunr orðum lögð á lrerðar ábyrgðin á barnauppeldinu. Þá eru 2000 konur alnrennir saksóknarar og viðlíka Rússneskar stúlkur i einkennisbúningi MELKORKA 33

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.