Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 6
kemur alveg í veg íyrir að herðatré og föt falli í gólfið (sjá mynd). Gólfþvottabursti með svámp og útbúnaði til þess að vinda svampinn án þess að drepa hendi í vatn er einnig með- al nýjunganna. Rúllugard- ína, eða öllu heldur felli- tjald milli glerja í tvöföld- um glugga (sjá mynd) virð- ist vera el tirsóknarverð, sér- staklega þar sem mikið af blómum er í gluggum. Svo I-ellitiald , rr., , , ......, , var rarna einnig kafhþrysti- t Ivofutdum glugga 1 0 11 suðuketill, sem átti að spara kaffi og gera sopann mun betri. Rannsóknarstojnun heimilanna og óskaeldhúsið Eins og áður er sagt, sýndi rannsóknar- stofnun heimilanna (sænska skammstöfunin á nafninu er H. F. í., og verður hún notuð hér) þarna eldhús „dagsins og morgundags- ins“. Skipulag og innrétting er að mestu ins“, eða óskaeldhúsið, eins og það hefur verið nefnt hér. Skipulag og innrétting er að mestu leyti byggt á niðurstöðum hí- býlarannsóknanefndarinnar (sbr. Melkorku 1945), en þó er þarna ýmislegt nýtt, sem annað hvort er verið að reyna á H. F. í., eða þegar hefur verið fengin niðurstaða Óskaeldhúsið Eldhússmynd urn. Og svo er þarna kornið fyrir öllum beztu áhöldum, sem völ er á, og auk þess er farið nokkuð út fyrir það, sem al- menningur hingað til hefur getað veitt sér. Eins og áður er sagt, eru þar endurbætt- ar gerðir af bæði kæliskápum og hrærivél- inni Elektrolux, (kæliskápur fylgir þó nú öllum nýbyggðum íbúðum), auk eldhúsvél- arinnar Turnix. Uppþvottavél vantar ekki heldur (merkt x á mynd B). Skápurinn y á mynd B er með nýrri gerð af liurðum, sem verið er að prófa. Hurðin rennur léttilega upp eins og rúllugardína, en ending á út- búnaði þótti ennþá ekki örugg. Z á mynd B er þurrkuhengi, nokkurs konar gúmmíklær, sem grípa um horn þurrknanna og gera hanka óþarfa. Á mynd A er lítil, rafknúin rella yfir eldavélinni til að blása út sterkju og gufu, b er brauðskúffur, klæddar með málmþynnu. H. F. í. vinnur stöðugt að rannsóknum í þágu heimilanna. Meðal annars safnar stofn- unin að sér ölium tegundum af eldhús- áhöldum, sem til eru á markaði hér. Síðan eru áhöldin prófuð og prentaðar niðurstöð- ur, oft með skarpri gagnrýni, sendar til allra fyrirtækja sem framleiða viðkomandi áhöld. Slíkar niðurstöður eru einnig ætlað- ar hússtjórnarkennurum og heimilisráðu- nautum. Að lokum er nú byrjað að gefa rit litla innkaupaleiðarvísa handa almenningi. H. F. í. hefur ekki starfað lengi, en það má 78 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.