Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 14
að lialda sér í'ast í vini sína, og ef þeir van- ræktn að svara bréfum hennar um hæl, var hún þess albúin að draga sig inn í skel sína, þar sem hún sat innilukt og hræðilega ó- hamingjusöm. Barnæska hennar hafði stuðlað að pví að gera hana úr hófi tilfinninganæma. Foreldr- ar hennar, er áttu meir en tuttugu ára hjónaband að baki sér, er hún fæddist árið 1850, sátu aldrei á sárs höfði. Móðir hennar var lilédræg en ströng í guðsótta sínum. Faðir hennar, en gagnvart honum fann hún helzt til skyldleika, var kraftmikill og lífs- glaður jarðeigandi, er hafði sóað heiman- mundi konu sinnar og valdið því, að fjöl- skyldan átti nú við bág kjör að búa. Victoría lærði að hemja framkomu sína og tal, en liún J>jáðist af |>essu ástandi og hataði lieim- ili sitt. Þó var henni síðar unnt að minnast með gleði margra ferða á hestbaki, er hún fór með föður sínum, en Iiann kom alla tíð fram við hana eins og strák og hún fékk að vera hjá honum í hesthúsinu og úti á mörk- inni og heyrði margar sögur, sem ekki voru beint sniðnar fyrir stúlkueyru. Sumt af því notaði hún síðar í þjóðlífslýsingar sínar. Victoría var ekki komin af barnsaldri, er hún byrjaði að skrifa leikrit og di'amatískar sögur, en mestan áliuga Iiafði hún’á að teikna. Og hún ímyndaði sér, að leið henn- ar til frelsis og sjálfstæðis lægi gegnum lista- akademíið í Stokkhólmi. í þrjú ár lagði hún Iiart að sér við kennslustörf til að geta hrundið áætlun sinni í framkvæmd. Hálf- um mánuði fyrir brottförina tilkynnti fjöl- skyldan henni skyndilega þær niðurstöður sínar, að hún væri of ung til þess að henni yrði sleppt út í hinn stóra heim. Victoría var þá tvítug og þetta andstreymi lamaði lífslöngun hennar en ekki löngun hennar til að berjast fyrir betri lramtíð komandi kynslóðum til handa. Þessi takmörkun á persónulegum rétti hennar varð til þess að opna enn betur augu hennar fyrir nauðsyn þess að breyta stöðu konunnar í þjóðfélag- inu. Tuttugu og eins árs gömul gekk Victoría að eiga póstmeistara, er var kominn hátt á fimmtugsaldur og var fimm barna faðir. Það var einnig gegn vilja fjölskyldunnar. Þar sá fjölskyldan betur en hin óreynda Victoría, er ímyndaði sér, að hún hefði fundið skilningsríkan vin, þar sem póst- meistarinn var, og að hann mundi koma fram við liana sem jafningja og félaga en ekki einungis sem konu. En Christian llene- dictsson póstmeistari hafði tekið sér Victor- íu fyrir konu vegna þess að hann var ást- fanginn af hinni hávöxnu strákslegu stúlku með mikilúðlega andlitið og dökku gáfu- legu augun. Hjónabandið varð henni þungt áfall. Þegar fyrsta árið reyndi hún að fyrir- fara sér með Jdví að skera á púlsinn, og aftur gerði hún sjálfsmorðstilraun, er hún var ólétt að öðru barni sínu. Svo mikil var ör- Vænting hennar. Henni þótti sér óvirðing sýnd. Hún var keypt, og allur líkami henn- ar neitaði að gjalda verðið. Hún hafði aldrei lofað öðru en vináttu, Jaað kemur í ljós í barnslegri hreinskilni í bréfum til unnustans. Hinu eitraða ástandi lýsti hún síðar í fyrstu skáldsögu sinni Pengar, er vakti mikla athygli meðal ungra rithöfunda og allra formælenda kvenfrelsishreyfingarinnar. VicUoría reyndi pó að gera hjónabandið eins gott og henni var unnt. Hún var skyldurækin að upplagi og Jrað, sem hún hafði á annað borð tekizt á hendur, vildi hún standa við. Hún var stjúpbörnum sín- um góð móðir, reyndi að vera alltaf glaðleg á svipinn og gera blæ heimilisins eins við- kunnanlegan og framast var unnt. Frístund- um sínum varði hún til að prjóna og.lesa bækur. Henni fannst hún ætíð verr sett en aðrir rithöfundar, þar sem bæði tíma- og fjárskortur hindraði hana í að mennta sig. Af bréfum hennar má þó ráða, að hún las þýzku, ensku, frönsku og vitanlega mál ná- grannaþjóðanna. En hún hafði takmarkað- an aðgang að bókmenntum. Hún kom sér upp lítilli bóka- og pappírsverzlun og auk 86 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.