Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 19
FYRSTU JÓLATRÉN Eftir Þóru V. Jónsdóttur Jóna V. Jónsdóttir er nú nær 72 úra að aldri, fædd 31. jan. 1878. Hún á nú heima að Svín'askógi í Dala- sýslu. Ekki var hún til mennta sett x æsku frenxur en títt var urn konur á þeim árum enda lítt fengizt við rit- störf um ævina, en hún er gædd þeim frábæra hæfi- leika að kunna að segja þannig frá, að sagan verði ógleymanleg i einfaldleik sínum og látleysi. Málfar Jónu og stíll er hvort tvcggja rammíslenzkt. mætti nútíma æska þar margt af læra. S. 1>. Það mun hafa verið um 1880, að sýslu- maður sá var í Barðastrandarsýslu, er Adam Fischer hét. Var hann danskur í aðra ætt. En kona hans hét Eva og var aldönsk. Þau áttu margt barna. Það var Eva Eischer, sem fyrst tendraði jólatré á Patreksfirði. Hún var vel lærð kona og spilaði á slaghörpu. Hafði hún skóla fyr- ir börn sín á vetrum. Eftir að hún var farin, var þeim sið lialdið, er hún hafði innleitt., að hafa jólatré, því að þetta þótti merkileg nýjung. Ég sá þetta eitt sinn og hreifst af, því að áður þekktist ekki því líkt. Aðeins eitt og eitt kerti steypt úr tólg. Veturinn 1899 kveikti ég í fyrsta sinni sjálf ljós á jólatré. Það var í Kollsvík. Bróð- ir minn, Torfi, bjó það til eftir minni fyrir- sögn. Svo málaði hann það grænt. Álmur voru 12 og kross í toppi. Ég steypti kertin úr tólg. Einhverjir smápokar héngu á grein- unum með rúsínum og kandísmolum í. Annað var ekki ti! að skreyta með, nema er ekki auðmýkjandi fyrir neina konu að koma á mannamót í slíkum búningi, öðru nær; aftur á móti er illa gerður tízkukjóll hlægilegur frá upphafi og flestir tízkukjólar orðnir hlægilegir eftir árið. sortulyng, sem börnin rifu upp úr klakan- um. Mikil var tillrlökkun hjá öllum. Eng- inn, sem þarna var hafði séð jólatré áður. Það var komið aðfangadagskvöld. Öll börnin í báðunr bæjunum voru komin i beztu fötin sín. Við systkinin, Torfi og ég, fórum inn í stofu, þar sem jólatréð stóð og beið þess að kveikt væru öll litlu ljósin. Ekkert barnanria mátti koma inn fyrr en allt væri tilbúið. Nú gáfunr við nrerki með því að slá stórri lyklakippu í bollabakka og inn streymdi allur skarinn, 20 að tölu, stór og smá. Eitt þeirra var litli Bjartur, nú Guð- bjartur hafnsögumaður. En Sti undrun og gleði, sem lýsti sér í andlitum litlu barn- anna, senr aldrei áður höfðu séð þvílíka Ijósadýrð. Mörguxn lullorðirum og gömlum koirum vökiraði unr augu. Þá hófst söngur: „í Betlehem er barn oss fætt“ og „Heims um ból“ og svo mörg ættjarðarljóð. Allir skemnrtu sér hið bezta. En einn var sá, sem ekki gat verið viðstaddur. Það vár faðir minn. Hann lá í rúnri sínu í litlu lrerbergi niðri í kjallaranum, kominn yfir áttrætt og hafði aldrei jólatré séð. Við tókum Jrví tréð og bárum Jrað ofan til lians með flögrandi ljósunum og settunr Jrað við rúm hans. Áður lifði Jrar aðeins á lýsislampa. Hann settist upp, er við komum og sagði: „Þar sé ég írú í fyi'sta sinn líkingu af ljósum Jreim, er leiftr- uðu hina fyrstu jólaxrótt. Hafið Jrið kæra þökk fyrir komu ykkar.“ Meðan síðustu kertin voru að bremra út, sungum við jólasálma og hann, sem Jró lxafði nú upp á síðkastið ekki getað smrgið fyrir þungu lungnaerfiði, söng nú með. Síðast söng lrann einn Jretta vers: MELKORICA 91

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.