Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 36

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 36
MELKORKA kemur út þrisvar á ári. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 20 krónur. I lausasölu kostar hvert hefti 8 krónur. Gjalddagi er fyrir 1. okt. ár hvert. Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og af- greiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur annast Svafa hórleifsdóttir, Hjallavegi 14 Reykjavík. Afgreiðsla fyrir Réykjavík og nágrenni er í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 19. Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins eru enn fáanleg. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F V________________________________________________/ að dansa, og þá læðzt út. Við gætum hring- sólað um borgina dálítinn tíma. Hvað segið þér um það?“ ,,Það væri kannski ekki svo vitlaust,“ sagði hún. „Það væri gaman að sjá eitthvað aí nýjum, litlum bislros — hvað kallið þið þá? — leynivínsölur. Mér er sagt að sumar þeirra séu hreint ekki svo leiðinlegar. Ég hugsa að þetta vín sé sterkt, en það virðist ekki hafa nein áhrif á mig. Það hlýtur að vera vegna þess að ég er ekki vön öðru en hinum dásamlegu frönsku vínum.“ „Á ég að ná í svolítið meira handa yðúr?“ sagði liann. „Kannski svolítið," sagði hún. „Maður verður að gera það sama og allir hinir, finnst yður það ekki?“ „Sama og allir hinir?" sagði hann. „Ó- blandað gin?“ „S’il vous plait,“ sagði hún. „Auðvitað." „Ungfrú góð,“ sagði hann, „þolið þér það! Þetta verður ekki amalegt kvöld.“ Enn fór hann og kom til baka. Enn horfði hann á hana á meðan hann drakk. „Ce n’est pas mal,“ sagði hún. „Pas du tout, alls ekki. Á litlu veitingahúsi við eina Breiðgötuna — þar eru svo breiðar götur — er seldur drykkur, sem er nákvæmlega eins á bragðið og þessi. Ó, hvað ég vildi að ég væri komin þangað.“ „Æ, nei, það viljið þér ekki,“ sagði hann. „Vilduð þér það í raun og veru? Að minnsta kosti ekki eftir svolitla stund. Fyrst ætla ég að fara með yður á lítið skemmtihús í Fimmtugustuogannarri götu. Sjáið þér til, þegar farið er að dansa, livað segið þér þá um að ná í kápuna yðar, eða yfirhöfnina, livernig sem hún er, og hitta mig svo í for- stofunni? Það er óþarfi að kveðja. Marge fær ekkert að vita. Ég gæti sýnt yður nokkra veitingastaði, og ef til vill fengið yður til að gleyma París.“ „Segið það ekki,“ sagði hún. „Góði, eins og ég mundi nokkurru sinni gleyma henni Parí minni! Þér vitið ekki hvernig tilfinn- ingar mínar eru. í hvert sinn sem einhver segir „París“, þá langar mig til að gráta, gráta.“ „Þér megið það,“ sagði hann, „á meðan þér gerið það við öxl rnína, liún bíður liérna eftir yður. Þá skulum við fara af stað, Ijúf- an. Má ég kalla yður ljúfuna mína? Nú för- um við á nokkra góða veitingastaði. Hvern- ig gengur með gin-ið? Búin? Sú litla lætur ekki að sér hæða. Og nú förum við og finn- um á okkur!“ „Allt í lagi!“ sagði unga stúlkan á græna silkikjólnum. Þau fóru. Tvcer kynslóðir Heyrðu dóttir góð, þegar ég var ung stúlka datt okk- ur ekki einu sinni í liug að gera þá hluti sem þið ger- ið nú. Nei, og þess vegna var.það líka sem þið gerðuð þá ekki mamma mín góð, svaraði unga stúlkan. Úr orðabók Seinna hjónabandið er sigur vonarinnar yfir reynsl- unni. 108 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.