Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 16
GAMLA SKAUTIÐ Ejtir AuÖi Sveinsdóttur Samfella, treyja, faldtraf, skujrla, hempa. Allt eru þetta nöfn á plöggum sem við höf- um heyrt nefnd og vitum að tilheyra ís- lenzkum búningi. Þó hef ég ekki enn hitt íslenz.ka stúlku sem veit ujiji á hár livað er hvað. Og hjá þeim sem eldri eru fær maður jafnan óviss og ruglingsleg svör. Einusinni fór ég með fimmtán öðrum nemendum úr handavinnudeild Handíðaskólans að skoða þjóðbúningana sem til eru á safninu. Hvorki kennarinn, safnvörðurinn né nem- endurnir gátu lýst því Jiiklaust hvernig gamla skautið var borið, að undanskilinni einni konu, nemanda, sem mundi eftir ömmu sinni í þessum búningi við sérstakt tækifæri, og útskýrði hann svo nákvæmlega fyrir okkur að við gátum lært af. Þetta var eina fræðslan sem við fengum um íslenzkan kvenbúning á því skólaári. En sennilega hafa aðrir skólar ekki gert betur; eða liver hefur heyrt minnzt á íslenzkan búning eða fengið fræðslu um hann í skólum? Það lengsta sem skólarnir hafa komizt í þeim efnum er að senda námsmeyjar sínar út á Reykjavíkurgötur einu sinni á ári, fáránlega upjidulibaðar í jreysuföt og láta Jiær síðan sitja fyrir. Myndirnar sýna bezt þekkingar- leysi stúlknanna á íslenzka búningnum. Undantekningalítið eru þær eins og skrípa- fígúrur, sem af sjálfu leiðir, Jieim liefur ekki dottið í liug íslenzkur búningur fyrr en daginn áður en þær ætla að arka í hon- um um bæinn eða sitja fyrir. Þá er rokið upji til handa og fóta að lána sitt plaggið úr hverri áttinni, eins og fyrir grímuball. Mér finnst það ætti betur við að þessir skólar tækju upp fræðslu um íslenzkan bún- ing, skrautgripi og híbýlahætti fyrri tíma lieldur en auglýsa svona ómenningu. Og í sérskóla einsog Handíðaskólanum þar sem kennd er listasaga, ætti slík þekking að vera sjálfsögð. Það gæti kannski bætt svolítið úr Jiví rótleysi sem er í íslenzkum listiðnaði og virðingarleysi fyrir gömlum, þjóðlegum verðmætum. En það er ekki einungis ,,jieysufatadagur“ skólanna sem lýsir menningarleysi ungu stúlknanna eða, ætti maður heldur að segja kennara þeirra og mæðra. Ég Jiekki fjölda ungra kvenna sem einmitt núna Jiessa dag- ana eru að láta sauma sér kjóla úr dýrmæt- um kasmírssjölum, frönskum sjölum og klæðisjiilsum. Þær segja sem svo: „Maður reynir að svæla Jiessu fyrst aldrei kemur neitt í búðirnar." Þær hafa nokkuð til síns máls, Jiví miður. Sagan endúrtekur sig. Áður voru fornhandritin tekin í bætur, eikarkisturnar brotnar í eldinn, munstur- ofin áklæði rifin niður í reiðingsgjarðir. Það var ekkert l il Jiá heldur. Þessa ómenningu verður að stöðva áður en enginn lúrir lengur á klæðispilsi eða kasmírssjali. Það eru ekki ýkjamargar sem kunna lengur að sauma peysufatajiils, og ég held þær séu teljandi, gömlu konurnar sem kunna að prjóna skotthúfur. Leng'i var kennt að baldýra í Kvennaskólanum, en hefur nú lagzt af. Ungu stúlkurnar ættu sannarlega lieldur að ágirnast hátíðabúninga formæðra sinna sem heilasta lieldUr en klipjia þá niður í slitföt. Mér verður lengi minnisstæður mað- urinn eða konan sem á stríðsárunum seldi Iiólk til ujipbræðslu á fimmtán krónur og 88 MEI.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.