Melkorka - 01.12.1949, Side 4

Melkorka - 01.12.1949, Side 4
mörgum íjölskyldum með lágar tekjur veitt- ur húsaleigustyrkur. Allt Jretta miðar að því að veita almenningi stærri og betri húsa- kynni. 'Að því er Al£ Johansson, formaður byggingarstofnunar ríkisins, segir er nú eft- ir stríðið byggt hér meira en nokkru sinni fyrr, meira en í nokkru öðru landi miðað við íbúatölu og meðaltal gólfflatar í íbúð- um þeim sem byggðar hafa verið eftir 1944 er 30% stærri en áður. Einnig segir hann: „Til þess að greiða húsaleigu fyrir þriggja herbergja nýtízku íbúð — sem þó er ennþá of há — fer nú um það bil jafnmikill hluti al meðaltekjum verkamanns, sem þurfti til að greiða liúsaleigu fyrir einsherbergisíbúð fyrir fimmtán árum síðan.“ Þrátt fyrir allt þetta eru hér ennþá húsnæðisvandræði og húsaleiguokur kemur hér fyrir sérstaklega á einbýlisherbergjum. Skipulag bœjarhverfa og sameiginleg pceg- indi. Hér er nú mest byggt af þriggja liæða fjölbýlishúsum. í hverju nýbyggðu hverfi er séð fyrir verzlunarmiðstöðvum, sem venjulega eru tilbúnar um leið og flutt er.í húsin. Liggja þá ætíð kjöt-, mjólkur-, brauð-, fisk- og nýlenduvörubúðir hlið við hlið; póststofa og lítil vefnaðarvöruverzlun eru venjulega ekki heldur langt frá. Milli húsannaerutalsvertstórir grasfletir og sand- kassar fyrir börnin og eitthvað af trjám og runnum. En svo skiptir nokkuð í tvö horn eftir því, hvort það eru byggingarfélög al- mennings eða einkafyrirtæki sem byggja. 1 liúsinu þar sem ég bý, sem byggt er af einkafyrirtæki, er sameiginlegt þvottaluis. Þar er þvottavél, sem hægt er að sjóða í, þurrkskilvinda, þurrkklefi og rafknúin köld rulla. Þvottahús þetta er notað af 25 fjöl- skyldum, og verð ég aldrei vör við árekstra. Þetta mun vera algengasta fyrirkomulagið hér að því er þvottunum við kemur. En í sumum þeim hverfum sem reist eru af al- mennum byggingafyrirtækjum er byggð ein stór þvottamiðstöð í hverfinu, og verður þá þvottahúsið ennþá fullkomnara og fljót- virkara. í mörgum slíkum hverfum er einn- ig fyrr og betur séð fyrir leikskólum, leik- völlum og húsnæði til tómstundaiðkana. Fyrir rúmu ári síðan var hér skipuð nefnd, sem á að gera tillögur um sameiginleg þæg- indi í leiguhúsum og nýbyggðum hverfum. Verður fróðlegt að vita, að hvaða niður- stöðum hún kemst. í henni eiga nokkrar konur sæti. íbúðir og húsgögn. Urn skipulagningu íbúðanna er varla nokkuð nýtt að segja annað en að eldhúsin liafa stækkað, og er nú að mestu leyti farið eftir innréttingu þeirri sem frá var sagt í' Melkorku 1945. Sama er að segja um skápa. Húsgögnin eru í sama Ijósa, létta og þægi- lega stílnum og áður, í þetta sinn ber þó töluvert á óþarfa íburði og „krusidullum", en það eru líka húsgagnaverzlanir sem sýna þarna í auglýsingaskyni. Útbúnað einnar íbúðarinnar höfðu nokkrir ungir listamenn annazt á ábyrgð sýningarnefndar. Sú íbúð í sínum fátæklega baðstofulega einfaldleik hefur hér lmeykslað marga. Eina verulega nýjungin þarna á sviði húsgagna var hinn svonefndi Ákerblomsstóll, sem kenndur er við upphafsmann sinn, Bengt Ákerblom lækni í Ujrpsölum. Lágur sess er löngum 76 MEI.KORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.