Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 34

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 34
tala við yður. Ég hélt að kannski munduð þér verða reiðar, á ég við. Ég var að því komínn að halda liingað og þá liugsaði ég: Ó, hún er svo indæl og falleg og rekur mig eins og ræfil í burtu. Ég hélt að þér mund- uð verða reiðar yfir því að ég kæmi og talaði við yður, þ. e. a. s. án þess að vera kynntur fyrir yður.“ ,,(), non,“ sagði hún. „Hvers vegna, mér dytti aldrei í hug að verða reið. Erlendis, þér skiljið, er sagt, að þakið sé kynning." „Hvað segið þér?“ sagði hann. „Þetta er sagt erlendis,“ sagði hún. „í París og á slíkum stöðum. Maður fær lieim- boð, og sá sem býður kynnir engan fyrir neinum. Fólki finnst það bara sjálfsagt, að allir tali við alla, af því að því linnst sjálf- sagt að vinir þess séu vinir vina þess. Com- prenez-vous? Ég biðst afsökunar. Þetta slapp út úr mér. Ég verð að hætta að tala lrönsku Það er svo erfitt, þegar maður er einu sinni orðinn vanur að láta þetta fjúka. Skiljið þér livað ég er að fara? Ég var alveg búin að steingleyma því, að það þyrfti að kynna mig fyrir ókunnu fólki í heimboði." „Það er mér sannarlega léttir, að þér eruð ekki reiðar,“ sagði liann. „Að minnsta kosti er ég ákaflega feginn. En kannski vilduð þér heldur vera út af fyrir yður hérna. Er það?“ „Non, non, non, non, non,“ sagði hún. „Hamingjan góða, nei. Ég sat hérna bara og horfði á fólkið. Mér finnst ég ekki þekkja neinn síðan ég kom heim. En það er svo skemmtilegt að sitja og horfa á fólk, sjá hvernig framkoma þess er, hvernig það klæðir sig og þess háttar. Mér finnst ég vera í öðrum heimi. Jæja, þér skiljið tilfinningar manns, þegar maður kemur heim og hefur verið erlendis, er ekki svo?“ „Ég hef aldrei verið í útlöndum," sagði hann. „Nú er ég hissa,“ sagði hún „Ó, la-la-la. Hafið þér aldrei verið utanlands? Þér verð- ið að sigla, eins fljótt og mögulegt er. Þér munuð elska það. Ég sé það á yður, að yður mun finnast það stórkostlegt." „Voruð þér lengi erlendis?" sagði hann. „Ég var meir en þrjár vikur í París,“ sagði hún. „Þangað langar mig að fara,“ sagði hann. „Þar hlýtur að vera afbragð að vera.“ „Talið ekki um það,“ sagði hún. „Ég fæ svo mikla heimþrá, að ég verð veik. O, Parí, Parí, ma chére Parí. Mér finnst ég alltaf hafa átt þar heima. í sannleika sagt, ég veit ekki lwernig ég á að fara að jrví að lifa án hennar. Ég vildi að ég gæti farið þangað, nú á stundinni." „Æ, talið ekki svona, gerið það fyrir mig,“ sagði hann. „Við þörfnumst yðar hér. Farið að minnsta kosti ekki alveg strax. Nú er ég einmitt að kynnast yðnr.“ „Þetta er fallega sagt af yður,“ sagði hún. „Hamingjan góða live fáir Ameríkumenn kunna að tala við konur. Hugsa að þeir hafi allir svo mikið að gera, eða ég veit ekki livað það er. Allir virðast vera að flýta sér — enginn hugsar um neitt nema peninga, peninga, peninga. Nú jæja, c’ est <;a, hugsa r il eg. „Við gætum fundið okkur eitthvað ann- að til ánægju,“ sagði liann. „Við gætuip skemmt okkur mikið. Það er margt hægt að skemmta sér í New York.“ „Þessi eilífa New York,“ sagði liún. „Ég lield að ég venjist henni aldrei. Það er ekk- ert hægt að gera þar. París er svo litrík og þar er maður aldrei eitt augnablik í slæmu skapi. Og þar eru allir þessir sniðugu smá- veitingastaðir, þar sem hægt er að fá sjúss, livenær sem maður vill. Það er dásamlegt." „Ég veit um óteljandi sniðuga, litla veit- ingastaði, þar sem hægt er að fá sjúss,“ sagði hann. „Við getum komizt á hvern þeirra sem er innan tíu mínútna." „Það er ekki París,“ sagði hún. „Ef ég hugsa til liennar, þá verð ég svo terrible- ment triste. Hver fjandinn, þá byrja ég aft- ur. Ætla ég aldrei að muna það?“ „Á ég ekki að sækja yðnr sjúss? Þér hafið setið hér allan tímann. Hvað viljið þér að drekka?“ 106 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.