Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 13
Victoria Benedictsson Eftir Ingu Þórarinsson Opinberar umrœður um siðferðismál fóru fram í Uppsölum árið 1887 og voru þar við- staddar nokkrar eiginkonur þekktra manna í borginni. Þessum konum var síðar bolað út úr samkvæmislífi borgarinnar. Þær höfðu óvirt kvenkynið. Svo takmarkað var athafna- og hugsanafrelsi konunnar. Hrein og dygðug kona, er hafði hnotið um ,,ó- hreinar“ hugsanir, gat eitrað það af ævinni, sem eftir var, með samvizkunagi. Það hlýtur að hafa verið ærinn myrkviður um að fara fyrir einlægan hug. Victoríu Benedictsson var einmitt ásköpuð slík einlægni, sem and- æfir öllu óhreinlyndi. Fyrir hana hafði bar- áttan miklu meira gildi. Hún vildi fá að vera sjálfstæð kona, jafningi karlmannsins. Þegar á unga aldri tók hún að stefna að því marki að geta séð um sig sjálf. Henni var meinað það, hún átti að vera kyrr heima unz biðillinn kæmi. Sökum þess þekkingarleys- is, sem rneðal borgarastéttar 19. aldar var álitin stærsta dyggð konunnar, lét hún tæla sig í gæfulaust hjónaband, er varpaði skugga á allt líf hennar. Hún hóf ritstörf, og hún bar margt fyrir brjósti, sem hún vissi, að var mikils virði ef hún gæti varpað á það ljósi. Hreinskilni hennar í riti aflaði henni margra óvina. Einn góðvin átti hún, sem hún liafði unun af að spjalla við tímunum saman. Hann var ellefu árum yngri en hún, og hún var örkumla eftir ólæknandi sjúk- dóm. Þrátt fyrir það kastaði samfélagið aur að lienni. Menn víluðu jafnvel ekki fyrir sér að teikna skrípamyndir af lienni í blöð- unum, þar sem hún staulaðist áfram við liækjur. Hún svaraði: Áfram hækjur mínar. Af ykkur verða hnefar mínir sterkir. Ymislegt er vitað um œviferil hennar, því að hún lét eftir sig míkvæma dagbók og hundruð bréfa. í þeim kemur sannleiksást liennar fram ásamt hinni áköfu þörf hennar fyrir að vera óháð. Hún gat ekki að sér gert erlendis en þráði alltaf til íslands. Sumarið 1948 flytur hún svo heim og andaðist í Reykjavík í febrúarmánuði 1949. L;ira Eggertsdóttir Nehm var gáfuð kona og ljóðelsk, stórbrotin í lund og heitur ætt- jarðarvinur. Hún mun liafa ort töluvert sér til „hugarhægðar" eins og svo margar íslenzkar konur hafa á öllum öldunr gert, Ijóðalestur var henni ekki einungis dægra- stytting og listræn unun, heldur aflgjafi eins og íslenzku þjóðinni sjálfri. Frú Lára var fædd á Papósi í Hornafirði 17. júlí 1892, dóttir hjónanna Eggerts Bene- diktssonar, verzlunarstjóra þar, og konu lians Guðrúnar Stefánsdóttur frá Stafafelli í Lóni. Fimm ára gömul fluttist luin með for- eldrum sínum að Laugardælum í Flóa og ólst þar upp á einu mesta nryndar- og menn- ingarheimili Suðurlands. Eftir 25 ára útivist fluttist hún svo hingað heim til einkasonar síns, Gunnars Már, og sofnaði ,,hinzta blundinn" hálfu ári seinna á fósturjörðinni, sem hún hafði árum sam- an þráð og unni svo heitt. Þ. V. MEI.KORKA 85

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.