Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 11
litlu dóttur hennar, sem alltaf liafði verið veik frá fyrstu bernsku, og frú Undset Iiafði ævinlega hal’t hjá sér og látið hana sitja f stól við skrifborðið sitt, það var hin móður- lega mildi, sem hún virtist eiga svo ríka. Skipið blés nú úti á Brákarpollinum, frú Sigrid Undset og synir hennar kvöddu. En nokkru seinna iékk ég bréf frá henni senr er dagsett 30. ágúst 1931 í Bjerkebæk. (Þess skal getið að Ingólfur Gíslason læknir og frú Oddný Vigfúsdóttir heimsóttu frú Undset í Bjerkebæk þetta sumar, og með þeim sendi ég henni kvæðabók mína: Kveð- ur í runni, sem þá var nýútkomin.j Það bréf er svo hlýtt og vinsamlegt, og fullt af þeirri gjafmildi, sem oft eru aðalsein- kenni sannra mikilmenna,. að geta eins og skáldgyðjan, stráð blómum á vegi vegfar- enda, eins og SdiiIIer lýsir því í kvæðinu Meyjan af ókunna landinu (Þýð. Stgr. Th.): „Ástgjafir rétti húruöllum gumum ávexti þessunr, hinunr blóm.“ Ég vil því leyla nrér að taka hér upp kafla úr þessu bréfi frá skáldkonunni í ísl. þýð.: „Kæra ungfrú Sigríður Einars. Þúsund þakkir fyrir vinsamlega kveðjn nreð dr. Gíslasyni og fyrir bókina yðar, senr nrér þótti mjög ganran að fá. Mörg af kvæðun- unr yðar lref ég lesið með mikilli ánægju og finnst þau vera svo kvenleg, látlaus og við- kvænr og vissulega þykir nrér ánægjulegt að Sigbjörn Obstfelder skuli hafa fengið ís- lenzkan þýðanda. Eins og yður eflaust er kunnugt, átti ísland ávallt mikið ítak í liuga Obstfelders, og hann var einn af þeinr fáu hér í Noregi, senr las íslendingasögurnar til hlítar (að sérfræðingum undanteknum) og eina af draunrgyðjnm sínum lætur liann vera frá íslandi ... Með beztu þökk fyrir síðast, yðar einlæg Sigrid Undset.“ Sagan, senr Sigrid Undset getur unr í bréf- inn eftir Sigbjörn Obstfelder heitir „Liv“ og er unr íslenzka stúlku senr deyr úti í Noregi. Og þessa stúlku lætur hann dreynra að Island færist suður í haf, að strendur þess lrlýni, unz þar vaxi suð- rænn gróður, að snjórinn og ísinn bráðni, en í staðinn vaxi stór og þéttur skógur sem skýli sveitabæjunum fyrir stormum og kulda . . . I formála fyrir bók eftir Sigrid Undset, senr hún ritaði í Brooklyn 1942 og nefnist í íslenzkri þýðingu Brynjólfs Sveinssonar Bjerkebœk, heimili skiildkonunnar Hamingjudagar heima í Noregi, segir luin í fáum orðum frá flóttanum frá Noregi í aprílnránuði 1940, er Þjóðverjar hertóku landið, Airdrés var fallinn, en hún og Hans, yngri sonurinn fylgdust að á flótta um Rússland, Síberíu og Japan, alla leið til Ameríku, þar senr hún dvaldist öll stríðsár- in. Henni auðnaðist þó að loknnr að komast lreinr til ættjarðar sinnar, en þá höfðu Þjóð- verjar brennt heinrili hennar, vegið son lrennar en litla dóttirin, senr alltaf var veik. hafði dáið áður en ósköpin dundu yfir og það var lrennar lán, eins og hún sjálf segir. í þessunr formála segir Sigrid Undset: „En hverju skiptir allt þetta ef við eignumst Noreg aftur?“ Og Noregur varð frjáls. Hún fékk að dvelja þar síðustu æviárin og deyja í sínu löðurlandi. En nafn lrinnar ágætu, gáfuðu og raunsæju skáldkonu nrun geymt þar og um allan hinn menntaða lreinr, nreðan bók- menntir lila. MELKORKA 83

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.