Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 18
SIGRÍÐUR EINARS: Miðmund Um liljóða hvíldarstund. strauk mildur svali mjúkt um heita kinn i miömund. Slöltkt hyrsins heita bál við útsœinn, en dagsbirtan varö dauf af skugga hvitgrás skýs, aÖeins skóhljóÖ þögnina rauf, fótatak þreyttra fóta við flœÖarmál fjarlœgðist, er þaÖ nálgaðist veginn minn, skugga brá fyrir, svo skulfu fáein lauf. Sccbarin klöþp við sjóinn bleik og hál, sandur sem dökknar við aðfall og bára sem ris eru vegur þinn. V__________________________________________/ sjá það í samanburði við einföld og nokkuð gróf klæði; nú eru sumar konurnar teknar upp á þeim óþarfa að sníða peysurnar úr klæði, sem aldrei getur eins fullkomlega lagað sig eftir vextinum eða farið eins vel °g prjónapeysur; á meðan húfan er prjónuð á peysan að vera það líka.“ Slíka peysu sem þarna er talað um höfum við yngri kynslóðin aldrei séð, en trúað gæti ég hún væri einmitt plagg handa okkur, slifsið mjótt, hnýtt liátt í hálsinn og örlítil rifa framan á barminum svo skíni í hvítt léreftsbrjóstið. Áður brutu konurnar hárið innundir húfuna, svo Jiað sýndist stutt, og nú erum við stuttklipptar, Jressvegna fer djúpa húfan okkur betur, og títuprjónar eiga ekki upp á háborðið hjá nútímastúlku. Sama er að segja um ýmis önnur smáatriði íslenzka búningsins, að okkar dómi voru jrau fallegri óbreytt. Aftur á móti hljótum við að standa í mikilli Jrakkarskuld við Sigurð Guð- mundsson, því óefað nrá Jrakka honunr að íslenzki búningurinn var borinn hér hundr- að árunum lengur. Með breytingum og samræmingu við smekk samtíðar sinnar gerði hann íslenzka búninginn að tízku- búningi sem allir vildu eignast Jiá og margir eiga enn í dag. Fyrir þrjátíu til fjörutíu árum, meðan peysufötin voru almennust, þótti útlend- ingum Jiað merkilegt hér á landi að ekki var hægt að ráða af framgöngu eða klæða- burði íslenzkrar konu hvar í stétt lutn var. Merk kona úr sveit sagði á dögunum: „Það má segja íslenzka búningnum til góðs að hann hefur verið líkn nreð fátæktinni." Það felst mikið í Jiessum orðum. Og það verður sjónarsviptir eftir tíu til tuttugu ár að sjá ekki lengur konu á íslenzkum bún ingi á sveitasamkomu, er hver býr sig uppá eftir efnum og ástæðum, í flestum tilfellum við erl'ið skilyrði. Illt er að fá laglega saum- aðan kjól í Reykjavík, en að heita má ómögulegt í sveit, og þaðan af síður föng á að tolla í tízkunni. íslenzki búningurinn á einmitt rétt á sér fyrir Jrað að hann liefur sinn fasta stíl í. aðalatriðum, og getur enzt ævilangt. Konur koma sér honum upp í eitt skipti fyrir öll og fá smíðað til hans af fagmönnum eða jafnvel listamönnum; það 90 MEI.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.